Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 106

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 106
réttlæta refsinguna með vísan til kenningarinnar. Það er grimmd og siðferðilega rangt að refsa manni til að ná markmiði sem mjög ólíklegt er að náist með refsingunni. Fylgjendur betrunarkenningarinnar hafa svarað þessari gagnrýni með því að ekki sé útilokað að jafnvel fangelsisrefsing sé mannbætandi í ein- staka tilfellum og því sé vel verjandi að beita henni þar sem við á, það sé skylda samfélagsins að hjálpa þeirn seku til að verða betri menn, hvað sem það kostar.6 Betrunarkenningin byggist á kröfu um refsingu (endurhæfingu) þeirra sem breyta siðferðilega rangt. Þar sem frjálshyggja (liberalism) er ríkjandi í laga- setningu og fjárhættuspil og vændi er refsilaust myndi kenningin kalla á refsingu ef fjárhættuspil og vændi þætti siðferðilega rangt atferli.7 Samkvæmt betrunarkenningunni ber að refsa þeim sem þurfa og eru færir um að meðtaka siðferðilega endurhæfingu. A grundvelli kenningarinnar er því ekki hægt að refsa þeim sem hafa öðlast endurhæfingu eftir afbrotið en áður en dóm- ur er upp kveðinn. Ekki væri heldur hægt að refsa þeim sem víst er að ekki geti meðtekið endurhæfingu né þeim sem sæta þurfa refsingu vegna hlutlægrar ábyrgðar þar sem brot þeirra snertir ekki siðferðisvitund þeirra. Þessi galli á kenningunni gerir það að verkum að hún uppfyllir ekki kröfuna sem við gerum til réttlætis, það að refsikenning sjái til þess að öllum þeim og aðeins þeim sem brotið hafa gegn réttlátu refsiákvæði verði refsað. Þar sem hún getur ekki rétt- lætt refsingu sekra í sumum tilfellum er ekki hægt að byggja refsingu ríkis- valdsins á henni. 4.4 Bótakenningin Bótakenningin byggist á því að refsa beri fyrir afbrot einungis vegna þess að með því endurgreiði brotamenn skuld sem þeir stofna til með afbrotinu. Skuldin samsvarar tjóninu sem valdið er með afbrotinu, bæði beinu tjóni þess sem brotið var gegn og að auki því tjóni sem öryggistilfinning almennings verður fyrir vegna vitneskju um afbrotið. Með refsingunni eykst öryggistilfinning borgaranna að nýju. Refsingunni er einnig ætlað að bæta tjón þess sem brotið var gegn. Ef fórnarlambinu er bættur skaðinn er tilganginum náð samkvæmt kenning- unni. I þessu felst helsti veikleiki hennar sem réttlætingar refsingar því ef ein- hver annar en sá brotlegi vill taka út refsinguna fyrir hann, þá væri það heimilt samkvæmt kenningunni. Hinn brotlegi sleppur þá við refsingu og kenningin uppfyllir ekki kröfuna um að refsa beri öllum þeim og aðeins þeim sem brotið hafa með saknæmum hætti gegn réttlátu lagaákvæði. Samkvæmt bótakenningunni er hæfileg refsing sú sem best getur bætt skað- 6 Jörundur Guðmundsson telur í grein sinni „Refsingar. Úrræði þess ráðþrota" í Tímariti lög- fræðinga, l.h. 1996, að það geti aðeins verið breyting á karakter hins seka sem bætt geti fyrir þau rangindi sem framin hafi verið. 7 Jörundur Guðmundsson segir í tilvitnaðri grein: „En sekt manna er misjöfn í eðli sínu og ekki er öllu athæfi þeirra refsað á réttlátan máta þó siðlaust sé“. 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.