Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 100

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 100
7. KENNINGIN UM VIRÐINGU FYRIR EINSTAKLINGUM 7.1 Virðingarkenningin 7.2 Njóta fangar virðingar? 8. LOKAORÐ “ 1. REFSING - HVAÐ ER REFSING? Hugtakinu refsingu hefur verið lýst þannig að refsingu sé beitt vísvitandi, af ríkisvaldinu, til þess að valda þjáningu þeim sem brotið hefur lög, vegna lögbrotsins.1 Þar sem þessi skilgreining á hugtakinu refsing hefur öðlast nokk- uð fastan sess í umfjöllun um refsingar ríkisvaldsins verður hún notuð hér nema annað sé tekið fram. Fimm þættir þykja nauðsynlegir til að lýsa inntaki refs- ingar, sem allir þurfa að vera til staðar til að um refsingu geti verið að ræða. Þessir þættir eru: Refsing verður að valda þjáningu eða öðrum afleiðingum sem almennt eru taldar óskemmtilegar. Refsingu verður einungis beitt vegna brots á lagareglum. Refsing verður að beinast gegn brotamanni eða meintum brotamanni. Refsingu verður að vera viljandi beitt af öðrum en brotamanninum. Refsing verður að vera framkvæmd (lögð á og stjómað) af þar til bæra stjórnvaldi í réttarkerfinu sem brotið var gegn. Joel Feinberg1 2 bætir við skilyrði um fordæmingu þjóðfélagsins á hegðun brotamannsins. I réttu samhengi við það vill hann greina á milli þess sem hann kallar raunveralegar refsingar og viðurlaga, t.d. sektarrefsinga fyrir umferðarlaga- brot, sem hann telur ekki til refsinga. Þegar slíkum viðurlögum sé beitt, stundum jafnvel samkvæmt fyrir fram ákveðinni verðskrá, sé hegðun brotamannsins ekki fordæmd með nægilega afgerandi hætti. Skilyrði þess að um refsingu sé að ræða er að hans mati að vanþóknun sé lýst yfir með afgerandi hætti. Hvort sem litið er á skilgreiningu refsingar með eða án skilyrðis um for- dæmingu þjóðfélagsins á hegðun brotamanns, þá sést að þar er á ferðinni heldur óskemmtilegt fyrirbæri. Það að valda vísvitandi þjáningu þykir flestum til dæmis siðferðilega rangt. Að auki er framkvæmd refsingar yfirleitt dýr fyrir þjóðfélagið og saklausir ættingjar brotamanna þjást oft ekki síður en þeir. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér spurningunni hvort önnur úrræði gætu komið í stað refsingar, t.d. einhvers konar bótakerfi eðajafnvel eingöngu endurhæfing brota- manna. Umfjöllun um refsingar hlýtur alltaf að minnsta kosti að leita svara við þessum spurningum: 1 A. Flew (1954), S. I. Benn (1958) og H. L. A. Hart (1968) lýsa meðal annarra inntaki refsingar með þessum hætti í skrifum sínum (sjá nánar í heimildaskrá). 2 I grein sinni „The Expressive Function of Punishment", sem fyrst birtist árið 1970, gerir Joel Feinberg grein fyrir því viðhorfi að refsing sé í eðli sínu ekki síst tjáningartæki ríkisvaldsins. 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.