Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 100
7. KENNINGIN UM VIRÐINGU FYRIR EINSTAKLINGUM
7.1 Virðingarkenningin
7.2 Njóta fangar virðingar?
8. LOKAORÐ “
1. REFSING - HVAÐ ER REFSING?
Hugtakinu refsingu hefur verið lýst þannig að refsingu sé beitt vísvitandi,
af ríkisvaldinu, til þess að valda þjáningu þeim sem brotið hefur lög, vegna
lögbrotsins.1 Þar sem þessi skilgreining á hugtakinu refsing hefur öðlast nokk-
uð fastan sess í umfjöllun um refsingar ríkisvaldsins verður hún notuð hér nema
annað sé tekið fram. Fimm þættir þykja nauðsynlegir til að lýsa inntaki refs-
ingar, sem allir þurfa að vera til staðar til að um refsingu geti verið að ræða.
Þessir þættir eru:
Refsing verður að valda þjáningu eða öðrum afleiðingum sem almennt eru
taldar óskemmtilegar.
Refsingu verður einungis beitt vegna brots á lagareglum.
Refsing verður að beinast gegn brotamanni eða meintum brotamanni.
Refsingu verður að vera viljandi beitt af öðrum en brotamanninum.
Refsing verður að vera framkvæmd (lögð á og stjómað) af þar til bæra
stjórnvaldi í réttarkerfinu sem brotið var gegn.
Joel Feinberg1 2 bætir við skilyrði um fordæmingu þjóðfélagsins á hegðun
brotamannsins. I réttu samhengi við það vill hann greina á milli þess sem hann
kallar raunveralegar refsingar og viðurlaga, t.d. sektarrefsinga fyrir umferðarlaga-
brot, sem hann telur ekki til refsinga. Þegar slíkum viðurlögum sé beitt, stundum
jafnvel samkvæmt fyrir fram ákveðinni verðskrá, sé hegðun brotamannsins ekki
fordæmd með nægilega afgerandi hætti. Skilyrði þess að um refsingu sé að ræða
er að hans mati að vanþóknun sé lýst yfir með afgerandi hætti.
Hvort sem litið er á skilgreiningu refsingar með eða án skilyrðis um for-
dæmingu þjóðfélagsins á hegðun brotamanns, þá sést að þar er á ferðinni heldur
óskemmtilegt fyrirbæri. Það að valda vísvitandi þjáningu þykir flestum til
dæmis siðferðilega rangt. Að auki er framkvæmd refsingar yfirleitt dýr fyrir
þjóðfélagið og saklausir ættingjar brotamanna þjást oft ekki síður en þeir. Menn
hafa jafnvel velt fyrir sér spurningunni hvort önnur úrræði gætu komið í stað
refsingar, t.d. einhvers konar bótakerfi eðajafnvel eingöngu endurhæfing brota-
manna.
Umfjöllun um refsingar hlýtur alltaf að minnsta kosti að leita svara við
þessum spurningum:
1 A. Flew (1954), S. I. Benn (1958) og H. L. A. Hart (1968) lýsa meðal annarra inntaki refsingar
með þessum hætti í skrifum sínum (sjá nánar í heimildaskrá).
2 I grein sinni „The Expressive Function of Punishment", sem fyrst birtist árið 1970, gerir Joel
Feinberg grein fyrir því viðhorfi að refsing sé í eðli sínu ekki síst tjáningartæki ríkisvaldsins.
352