Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 108

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 108
verður að fordæma breytni sem er siðferðilega röng. Rrkið verður að refsa manni ef og aðeins ef það er besta leiðin fyrir þjóðfélagið til að fara með brotamenn sem ábyrga aðila eða til að lýsa vanþóknun á breytni sem er sið- ferðilega röng. Megininntak uppeldisstefnunnar, yfirlýsing vanþóknunar þjóðfélagsins á hegðun brotamannsins, lýsir um leið yfir virðingu fyrir einstaklingum. Með því að gera brotamenn ábyrga fyrir gerðum sínum, með því að leggja áherslu á verðmæti fórnarlambsins og með því að lýsa vanþóknun á virðingarlausri fram- komu er komið fram við bæði brotamenn og aðra þegna sem ábyrga aðila og vanþóknun er lýst á breytni sem er siðferðilega röng. 6. VANDAMÁL ENDURGJALDSKENNINGANNA 6.1 Makleg málagjöld Kenningin um makleg málagjöld byggist á því að brotamenn eigi skilið að þeim sé refsað vegna þess að þeir breyttu rangt. Helstu rökin fyrir kenningunni eru á þá leið að það eitt sé réttlæti að menn fái það sem þeir eigi skilið. Hafi menn brotið af sér þá hafi þeir unnið til refsingar og þá sé rétt að refsa þeim. Bent er á að í fjármunarétti sé það gegnumgangandi meginregla að menn eigi að fá það sem þeir eiga skilið, laun fyrir vinnu, endurgreiðslu á skuldum o.s.frv. Með sama hætti og laun fara eftir vinnuframlagi eða endurgreiðsla á skuld eftir lánsfjárhæð, þá er hæfileg refsing í réttu hlutfalli við sök þess brotlega. Gagn- rýnendur kenningarinnar hafa andmælt því að kröfur og réttindi í fjármunarétti séu byggðar á því hvað menn eiga skilið að fá eða verðskuldi. Þótt krafa sé fyrir hendi er ekki þar með sagt að eigandi hennar verðskuldi eða eigi skilið að fá hana greidda þótt hann eigi rétt til hennar. Dæmi um þetta er tilkall til arfs. Sam- anburður við fjármunarétt eigi því alls ekki við þegar um er að ræða refsingar fyrir afbrot. Kenningin um makleg málagjöld, ásamt öllum öðrum endurgjaldskenning- um, hefur sætt þeirri gagnrýni að hún grundvallist á hefnigimi og öðmm nei- kvæðum tilfinningum og sé því siðferðilega vafasöm. Fylgjendur endurgjalds- kenninga hafa blásið á þessi rök og bent á að eins sé hægt að segja að ósk um makleg málagjöld byggist á jákvæðum tilfinningum, til dæmis á ást á réttlæti. Sú gagnrýni, sem fylgjendur kenningarinnar um makleg málagjöld hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með að svara, á rætur að rekja til hinnar einföldu grunnhugmyndar um að réttlæti sé það að menn fái það sem þeir eiga skilið að fá. Bent er á að þetta þurfi ekki endilega að þýða að rétt sé að refsa manni fyrir afbrot þótt hann sé sekur um það. Ef seinheppinn maður verður fyrir miklum hörmungum lífið út í gegn, gerist svo sekur um smávægilegt afbrot, myndi honum ekki verða refsað á grundvelli kenningarinnar um makleg málagjöld. Hann yrði talinn eiga það skilið að sleppa við refsingu vegna þess hve mikið hafði áður verið á hann lagt án þess að hann ynni til þess. í slíkum tilfellum stendur kenningin ekki undir kröfunni um að refsa beri öllum þeim og aðeins 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.