Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 30
tryggðamál - formálar til notkunar þegar mælt er annars vegar fyrir griðum og hins vegar fyrir tryggðum í því skyni að treysta sættir. Þessir textar eru í Stað- arhólsbók, en eru ekki að öllu leyti samhljóða. 5. Rannsóknaþáttur Hér getur að finna ákvæði um þjófnað, rán, rannsókn á stuldi, um töku verð- mæta í misgripum, um reizlur, „um verpla kast og tafl“, þar sem bannað er að leggja peninga undir í slíkum leikjum. 6. Um silfurgang og fjárlag Fyrst er gerð grein fyrir silfurverði og hefst sá kafli á þessum orðum: „í þann tíð er kristni kom út hingað til Islands gekk silfur í allar stórskuldir [,..]“.6 Síðan fylgir kafli um fjárlag manna þar sem mælt er fyrir um innbyrðis verðhlutfall varnings sem talinn er upp. 7. Um rétt íslendinga í Noregi Þar er birtur samningur sem Islendingar gerðu við Ólaf konung helga um 1022, en varðveitzt hefur meðal annars í Konungsbók, líklega í megindráttum eins og hann var svarinn árið 1083 og ætla má að þá hafi verið skráður eins og áður getur. 2. RITUNARTÍMI STAÐARHÓLSBÓKAR Ýmsar skoðanir hafa verið látnar í ljós um það hvenær þessi handrit hafi verið skrifuð.7 Um ritunartíma Konungsbókar hefur verið nefnt tímabilið frá 1170-1300.8 Ljóst er þó að hún getur ekki verið eldri en frá 1216.9 Það má marka af því að í bókina eru skráð nýmæli sem gerð voru eftir að Magnús Gizurarson varð biskup, en hann tók við embætti árið 1216. Almennt eru fræðimenn þeirrar skoðunar að bókin sé skrifuð um 1250, jafnvel ekki fyrr en á árabilinu 1255-58.10 Um Konungsbók verður annars ekki fjallað sérstaklega hér nema lauslega verður vikið að tilgangi með ritun hennar síðar. 6 Grágás Ib, bls. 192. Grágás (1992), bls. 476. 7 Ólafur Lárusson rekur skoðanir fræðimanna í formála ljósprentaðrar útgáfu Staðarhólsbókar í Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi IX, 1936. „Preface“, bls. 8-11. Sjá einnig Pál Briem: „U_m Grágás“, bls. 148-49; 156-57 og Grágás (1992), „Inngang“, bls. xii-xvi. 8 Ólafur Lárusson: Yfirlit yfir íslenzka réttarsögu, bls. 60-61. 9 Jón Sigurðsson: ísl. fombrs. I, bls. 74. 10 Ólafur Lárusson: Yfirlit yfir íslenzka réttarsögu, bls. 60-61. Sami: „Grágás", bls. 125-26. Stefán Karlsson: „Kringum Kringlu", bls. 23. Sami: „Davíðssálmar með Kringluhendi", bls. 47- 48. Grágás (1992). „Inngangur", bls. xii-xvi. Stefán Karlsson hefur getið þess til að Þórarinn kaggi Egilsson prestur að Völlum í Svarfaðardal hafi skrifað bæði Grágásarhandritin og að auki Kringlu sem nánar verður sagt frá í lok þessa kafla, en hann „var klerkur góður og hinn mesti nytsemda- maður til leturs og bókagjörða, sem enn mega auðsýnast margar bækur sem hann hefir skrifað Hólakirkju og svo Vallastað". Laurentius saga biskups, bls. 2-3, sbr. einnig sögu Laurentius Hóla- biskups. Biskupa sögur I, bls. 790. Ef miðað er við aldur Þórarins og gert ráð fyrir að hann hafi skrifað bæði Konungsbók og Staðarhólsbók telur Stefán ólíklegt að Konungsbók sé skrifuð fyrr en 1255-58. 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.