Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 67
lengri tíma, getur reynt á ýmis sérsjónarmið varðandi heimildir kröfuhafa til að beita vanefndaúrræðum. I skuldbindingum af því tagi, sem hér voru nefndar, t.d. lánssamningum, sem gerðir eru til lengri tíma, veðskuldabréfum og réttarsáttum, eru oftar en ekki ákvæði þess efnis, að falli ein afborgun (greiðsla) og vextir í gjalddaga án greiðslu, sé öll skuldin í gjalddaga fallin án fyrirvara og uppsagnar, eða heimilt sé að líta svo á. Eru slík ákvæði á stundum nefnd „clausula cassatoria", og að baki þeim býr það sjónarmið, að vanskil með greiðslu einnar afborgunar veiti skuldara ástæðu til að óttast, að skuldari sé slæmur greiðandi og að slíkan greiðsludrátt geti oftar að höndum borið, hvort heldur sem þar er um að kenna vilja- eða getuleysi skuldara til að greiða. Má segja, að til grundvallar liggi að nokkru sjónarmið um fyrirsjáanlega vanefnd skuldara. Ákvæði af því tagi, sem hér voru nefnd um gjaldfellingu eða eindögun skuldar, eru það algeng, t.d. í veðskuldabréfum, að í fræðiskoðunum hefur verið litið svo á, að gjaldfelling allra eftirstöðva sé ekki heimil, ef ákvæði þess efnis skortir í veðskuldabréf eða samning aðila. Verði kröfuhafi í slíkum tilvikum að látatsér nægja að krefjast greiðslu á því, sem gjaldfallið er, ásamt vöxtum og kostnaði.45 Sýnist það eiga sér nokkra stoð í dómaframkvæmd, sbr. til athug- unar um það efni H 1985 1284. Þá er sú regla og talin gilda, að vanskil með greiðslur á einu láni í millum aðila, hafi ekki áhrif á önnur lán í millum sömu aðila, sbr. H 1981 26, nema þau lán hafi sérstök ákvæði þar að lútandi. Sjá til athugunar ummæli í H 1985 21. f H 1981 26 hagaði þannig til, að gjalddagi afborgunar af skuldabréfi var 1. nóv- ember 1977. Skuldari fékk greiðslukröfu frá banka 6. eða 7. nóvember og fór í bank- ann 11. eða 12. nóvember, en þá hafði bréfið verið tekið úr bankanum daginn áður. Kröfuhafi tilkynnti um gjaldfellingu skuldabréfsins með bréfi 16. nóvember og krafðist þá jafnframt greiðslu annarrar kröfu. Skuldari bauð eftir það fram gjaldfallna afborgun skuldabréfsins, en kröfuhafi neitaði viðtöku hennar, nema umrædd krafa væri einnig greidd. Skuldari geymslugreiddi eftir það 23. desember 1977 gjaldfallna afborgun skuldabréfsins. f dómi Hæstaréttar var talið, að gjaldfelling 16. nóvember hefði ekki verið heimil, og hvorki þá né síðar hafi kröfuhafi mátt tengja greiðslur af skuldabréfinu við greiðslu annarrar kröfu. Óumdeilt greiðslutilboð skuldara í nóv- ember leiddi til viðtökudráttar af hálfu kröfuhafa, sem stóð allt þar til geymslugreitt var. Því var ekki talið, að greiðsluvanskil hefðu verið slík, að gjaldfelling hefði verið heimil. í H 1985 21 hafði skuldari gefið út mörg skuldabréf til handhafa fyrir einni og sömu skuldinni, og var hvert bréfanna með einum gjalddaga. Vextir skyldu greiðast af öll- um bréfunum árlega. Gjalddagi íyrsta bréfsins var 1. september 1981, og þá gjald- féllu fyrstu vaxtagreiðslur. Skuldara var kunnugt um greiðslustað, en vanskil urðu eigi að síður. í dómi Hæstaréttar sagði m.a., að veðskuldabréfin væru ekki afborg- 45 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 107. Sjá Ufr. 1969 894, Ufr. 1915 461 og Ufr. 1911 1009. 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.