Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 82
kemur fram, að verkkaupa er heimilt að rifta samningi, ef verktaki gerir sig sekan um verulegar vanefndir á skuldbindingum sínum samkvæmt samningi og hefur ekki bætt úr þeim innan sanngjarns frests, sem verkkaupi setur fram í skriflegri viðvörun. Eins geta sérstakar ástæður í ákveðnum tilvikum leitt til þess, að kröfuhafi verði að beina áskorun til skuldara um réttar efndir, áður en til riftunar kemur, sbr. H 1987 560.62 H 1987 560. Höfundar þýsk-íslenskrar orðabókar riftu útgáfusamningi við útgefand- ann 1.1 dómi Hæstaréttar er fyrst að því vikið, að gögn málsins bendi til þess, að það hafi verið vilji höfundanna, að útgefandinn hæfist handa með útgáfu verksins. Þó varð ekki ótvírætt ráðið, að höfundamir hafi skýrt og afdráttarlaust gert útgefand- anum grein fyrir því, að handritið væri svo langt komið, að þeir gætu afhent það í hlutum. En jafnvel þó svo hefði verið, væri til þess að líta, að hvorki á tilteknum fundi í mars 1982 né síðsumars það ár hafi forsvarsmaður höfundanna hreyft því, að höfundarnir teldu sig lausa allra mála vegna dráttar útgefanda á því að hefja útgáfustarfið. „Var þó til þess sérstök ástæða,... þar sem fram var komið af hálfu hins nýja eiganda, að hann hafði hug á eigi aðeins að hrinda útgáfunni í framkvæmd held- ur einnig afla til þess nýs setningarbúnaðar. Verður því að telja, að skilyrði hafi brost- ið til þess að höfundarnir mættu slíta samningnum við útgefandann vegna dráttar á útgáfu orðabókarinnar af þeim ástæðum, sem þeir gerðu ...“. Loks skal þess getið í þessu sambandi, að samkvæmt 7. gr. aðfl. gildir sú regla, að áður en aðfarar verður krafist fyrir kröfu, sem talin er í 5., 6., 7., 8. eða 10. tl. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga, og eftir að slík krafa er komin í gjalddaga, skal gerðarbeiðandi beina greiðsluáskorun til gerðarþola með minnst fimmtán daga fyrirvara. Skal þar tekið fram, að aðfarar verði krafist fyrir skuldinni, ef áskoruninni er ekki sinnt. Eins skal farið, þegar krafist er aðfarar í skjóli ábyrgðar samkvæmt 2. mgr. 3. gr. aðfl., þótt aðfararheimild eigi undir önnur fyrirmæli 1. mgr. 1. gr. Um almenna greiðsluáskorun fyrir kröfum samkvæmt 9. tl. 1. gr. aðfl. er fjallað í 8. gr. aðfl. 2.4.4.3 Réttaráhrif áskorunar Askorun er ákvöð, og hún hefur samkvæmt því réttaráhrif, þegar hún er komin til móttakanda. Greiðsluskylda skuldara verður þá virk strax, eða svo fljótt sem verða má, ef skuldara var nauðsynlegt að hefja einhverjar undirbúningsathafnir í tilefni áskorunarinnar, en rétt er að hafa í huga, að áskorun getur falið í sér kröfu um efndir síðar. Askorun felur í sér tilmæli um efndir kröfu. Ekki eru gerðar sérstakar formkröfur til áskorunar, en hún þarf að vera gefin af kröfuhafa eða einhverjum, sem heimild hefur til slíks fyrir hans hönd, þ.e. umboð. Áskorun þarf að beinast að skuldara eða einhverjum, sem heimild hefur til þess að veita henni viðtöku fyrir hans hönd. Hins vegar verður áskorun ekki 62 Bernhard Gomard: Ydelsen, bls. 130. 334
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.