Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 72
skuldaskipti aðila kæmust í lag. Skuldari greiddi kr. 500 þann 15. maí og aftur kr. 500 þann 28. júní. Lögmanni var falin innheimta bréfsins, og tilkynnti hann um gjald- fellingu 11. júlí. Þann 20. júlí greiddi skuldari enn kr. 500, en eftir stóðu kr. 434,64. Osannað þótti, að kröfuhafi hefði veitt greiðslum þessum viðtöku með fyrirvara um, að hann myndi þrátt fyrir þær gjaldfella eftirstöðvar bréfsins. Hins vegar var talið, að skuldari hefði ekki með greiðslum þessum, hvorki einni sér né öllum saman, leyst sig undan greiðslu allra eftirstöðvanna, þegar af þeirri ástæðu, að hann hafði ekki með greiðslum þessum greitt allt það, er hann skuldaði, og var gjaldfelling því talin heimil. Eins og áður segir er tilhneiging til að túlka gjaldfellingarákvæði þröngri túlkun. I því sambandi má t.d. benda á H 1974 563. í því máli var gjalddagi vaxta af handhafaskuldabréfi 10. janúar 1972. Skuldari greiddi ekki á gjald- daga, þótt honum væri kunnugt um greiðslustað í tilteknum banka. Kröfuhafi tók bréfið úr bankanum 2. febrúar og fól það lögmanni til innheimtu, en skuld- ari geymslugreiddi vexti 4. febrúar. Eftir það var skuldari krafinn um greiðslu kostnaðar við innheimtu vaxtanna í banka og um innheimtulaun lögmanns, ella yrði bréfið gjaldfellt. í dómi Hæstaréttar sagði m.a., að skuldabréfið kvæði ekki sérstaklega á um heimild til gjaldfellingar allra eftirstöðva þess vegna greiðslu- falls innheimtulauna. Því var ekki talið sýnt fram á heimild til gjaldfellingar gagngert fyrir þær sakir, og var gjaldfellingu því hafnað. Ef skuldari ætlar með greiðslu af sinni hálfu eftir gjalddaga að forða gjald- fellingu, verður greiðsluframboð hans að vera fullnægjandi til lúkningar greiðslu þeirrar afborgunar, sem í gjalddaga er fallin, sbr. áðurreifaðan dóm í H 1938 96 og H 1957 559. í síðarnefnda dóminum var gjalddagi handhafaskulda- bréfs 1. ágúst ár hvert. Ósannað þótti, að skuldari hefði fengið innheimtubréf lögmanns fyrir gjalddaga 1. ágúst 1956. Skuldari móttók ábyrgðarbréf lög- manns 6. september og greiddi þann 10. september 14.000 krónur, en átti að greiða 18.000 krónur. Eftirstöðvamar, 4.000 krónur, greiddi hann ekki fyrr en í dómi 10. janúar 1957. Vanskil þessi ollu því, að öll skuldin var í gjalddaga fallin og umbeðið fjárnám fyrir þeirri fjárhæð var látið ná fram að ganga. Kröfuhafi getur ekki bundið viðtöku greiðslu af sinni hálfu neinum þeim skilyrðum, sem ekki leiða af samningi aðila. Geri hann það, er um viðtökudrátt af hans hálfu að ræða, sem aftur leiðir til þess, að gjaldfelling er ekki heimil, sbr. áðurreifaðan dóm í H 1981 26, þar sem kröfuhafa var talið óheimilt að tengja greiðslur skuldabréfs þess, er um ræddi í málinu, við greiðslu annarrar kröfu. 2.3.3.2 Gjaldfelling eftirstöðva kaupsamningsverðs Þegar kaupsamningur er gerður um fasteign, er að jafnaði hluti kaupverðsins greiddur með útgáfu veðskuldabréfs til langs tíma fyrir eftirstöðvum kaup- verðsins, þ.e.a.s. eftirstöðvum útborgunar og yfirtekinna lána. Algengt er, þegar kaupandi telur, að seljandi hafi ekki efnt skyldur sínar samkvæmt kaupsamn- ingi, t.d. vegna þess að eignin er gölluð, að hann grípi til þess ráðs að neita að 324
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.