Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 36
í sögu Guðmundar Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson sem álitið er að
rituð sé um miðja 14. öld segir þetta:
Um kveldið sezt Þórður á einn þverpall, og kallar til sín son sinn, er Sturla hét, er síðan
varð riddari Magnúsar konungs Hákonarsonar, og lögmaður, og með hans ráði og
tillögu skrifaði konungurinn fyrstu lögbók til Islands síðan landið gekk undir konungs
vald; kom með þessa bók út herra Þorvarður Þórarinsson í Austfjörðum og stóð hún í
15 ár, þar til er oftnefndur Magnús konungur skrifaði aðra bók eftir tillögu herra Jóns
Einarssonar, heftr sú staðið síðan með ýmisligum réttarbótum konunganna tillögðum. '8
Ef saman er dregið í stuttu máli það sem ráða má af heimildum var sumarið
1271 játað Þingfararbálki, tveimur kapítulum úr erfðabálki, nánar tiltekið um
festarkonu böm og um arfleiðing og svo þegngildi um allt land. Sumarið 1272
er öll bókin lögleidd nema erfðabálkur utan þá tvo kapítula sem áður höfðu
verið samþykktir. Loks var erfðabálki játað að Marteinsmessu 1273, nánar til-
tekið 11. nóvember, samkvæmt núgildandi tímatali.39
38 Biskupa sögur II, bls. 162. Sturlu þáttur var einungis í Reykjarfjarðarbók sem er annað
meginhandrit Sturlunga sögu frá miðöldum, talið ritað á ofanverðri 14. öld og er yngri gerð
Sturlunga sögu. Handritið er einungis til í brotum, en meðan það var heilt skrifaði Bjöm Jónsson á
Skarðsá það upp fyrir Þorlák biskup Skúlason á Hólum um 1635. Eftinit Bjöms er glatað, en frá
því eru mnnin pappírshandrit, misjöfn að gæðum og í þeim handritum hefur Sturlu þáttur varð-
veitzt. Stefán Karlsson: „Ritun Reykjarfjarðarbókar", bls. 130. Jón Jóhannesson: „Um Sturlunga
sögu“, bls. xlviii-xlix. Sturlunga saga (1988). „Skýringar og fræði, Inngangur", bls. xci o.áfr. Frá-
sögnin af því þegar Sturla kom út með Járnsíðu kemur í Reykjarfjarðarbók næst á eftir því að sagt
er frá dauða Þórðar Andréssonar, en Gizur Þorvaldsson lét taka hann af lífi 1264, sbr. Sturlunga
sögu II (1988), bls. 768. Af því drógu menn áður þá ályktun að Jámsíða hefði verið lögtekin árið
1265 og þóttust finna stuðning í framangreindri tilvitnun í Guðmundar sögu eftir Amgnm Brands-
son ábóta. Páll lögmaður Vídalín var þessarar skoðunar, sbr. Skýringar yfir fornyrði lögbókar, bls.
15-16. Hins vegar taldi Þórður Sveinbjömsson yfirdómari að Jámsíða hefði verið send til íslands
1265, en ekki náð samþykki; síðan hafi hún verið samþykkt endurbætt 1271, sbr. „Historicum in
origines et fata legis Jamsidae seu libri Haconis tentamen", Járnsíða (1847), bls. X-XIV. Sama
skoðun birtist hjá P.A. Munch, sbr. Det norske folks historie IV. 1, bls. 619 og Sveini Skúlasyni,
sbr. „Ævi Sturlu lögmanns Þórðarsonar", bls. 582. Jón Sigurðsson hefur sýnt fram á að þetta fær
ekki staðizt, sbr. „Lögsögumanna tal og lögmanna á íslandi", bls. 37-39. Sjá einnig Jón Jóhann-
esson: „Um Sturlunga sögu“, bls. xlviii-xlix.
39 Athygli vekur að þessi samþykkt er gerð í byrjun vetrar utan venjulegs þingtíma samkvæmt
þjóðveldislögum og í ósamræmi við ákvæði Þingfararbálks Jámsíðu. Sýnir þetta að hin gamla
stjórnskipan hefur verið úr gildi fallin og raunar líklegt að talsverð óregla hafi verið komin á þing-
hald undir lok þjóðveldis, en hin nýja skipan ekki komin til framkvæmdar. Hins vegar er á það að
líta að í Grágás er við það miðað að þurfamannatíund skuli goldin og komin í hendur viðtakanda
fyrir Marteinsmessu - 11. nóvember, Grágás Ib, 208, II, 50, III, 47. Sami eindagi er mæltur í
loistinrétti Áma biskups Þorlákssonar, 21. kap., Norges gamle love V, bls. 35. Um greiðslustað er
miðað við vistfesti á Marteinsmessu ef ekki er vitað um vist manns á öðmm gjalddaga sem nánar
ertiltekinn, sbr. Grágás Ib, 215, 228-29, II, 48, 62, III, 53. Sjá einnig Grágás (1992), bls. 38 og 45.
Vel má vera að við afhendingu þurfamannatíundar hafi hreppsbændur komið saman til að ráða fram
úr brýnum málum, ekki sízt þeim er lutu að framfærslumálum, en þau hvfldu löngum þungt á
hreppunum. Á slíkum mannfundum var hagkvæmt að játa þeim köflum Jámsíðu sem enn höfðu
ekki verið samþykktir, úr því að það var ekki gert á Alþingi.
288