Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 43
annað hvort þessara handrita hefði verið notað við samningu Járnsíðu. Niður- staða Olafs er sú að Konungsbók hafi ekki verið notuð. Víða séu ákvæði úr Grá- gás í Jámsíðu sem séu ekki í þeirri bók. Auk þess sé texti þeirra ákvæða Jám- síðu sem rekja megi til Grágásar líkari texta Staðarhólsbókar en Konungsbókar. Svo virðist yfirleitt sem sá Grágásartexti sem notaður hafi verið í Jámsíðu sé mjög svipaður texta Staðarhólsbókar. Nokkrar líkur séu þó til þess að Staðar- hólsbók hafi ekki heldur verið notuð.57 Landslög Magnúsar lagabætis eru aðalheimild Jónsbókar, en frávik þó nokkur sem ekki er ástæða til að rekja hér. A hinn bóginn telur Ólafur Lámsson að Járnsíða sé meðal heimilda Jónsbókar, en með því að hún, eða lögbækumar 1267-1269 sem hún líldega er í mörgum atrið- um samhljóða, hafa verið aðalheimild Landslaganna er oft örðugt eða ómögulegt að skera úr hvort sum ákvæði Jb., sem bæði eru í Js. og Landslögunum, séu fremur komin úr Js. eða Landslögunum. Oftar munu höfundar Jb. þó hafa fylgt Lands- lögunum [...].58 Þessu næst gefur Ólafur yfirlit yfir þau ákvæði Jónsbókar er rakin verða til norskra heimilda eða til Jámsíðu. Er niðurstaða hans sú að sum þeirra ákvæða séu komin úr Grágás óbeint. Þau hafi verið tekin úr Grágás í heimildir Jóns- bókar, Jámsíðu og Landslaganna og komizt í Jónsbók úr Járnsíðu og Landslög- unum. Síðan bendir Ólafur á að Grágás hafi verið heimild þegar Landslögin vom samin og vekur jafnframt athygli á því að norski réttarsögufræðingurinn Absalon Taranger hafi komizt að áþekkri niðurstöðu, en þeir hafi kannað þetta hvor óháður hinum.59 Samkvæmt þessu telur Ólafur að þvínær öll þau ákvæði Jámsíðu er til Grágásar verði rakin séu tekin upp í Jónsbók. Einnig séu líkur til þess að allmikið af rekabálki Jónsbókar muni tekið úr Jámsíðu, en hver þau ákvæði hafi verið sé nú ekki lengur hægt að greina vegna þeirrar eyðu sem er í Jámsíðutexta Staðarhólsbókar. Þessu næst rekur Ólafur þau ákvæði sem ætla megi að komin séu í Landslög Magnúsar lagabætis beina leið úr Grágás.60 Ólafur Lárusson sýnir fram á það með fjölda dæma að Grágás er miklu fyrirferðarmeiri heimild Jónsbókar en Járnsíðu. Form og efnisskipan Jónsbókar sýni þó að norsk lög séu lögð þar til grundvallar sem aðalheimild og Grágás notuð til fyllingar og viðauka við þau eins og gert var þegar Járnsíða var tekin saman. Þó að norsk lög og þá einkum Landslögin hafi verið lögð til grundvallar 57 Ólafur Lárusson: „Preface". Staðarhólsbók (1936), bls. 11. Grágás og lögbœkurnar, bls. 23- 24. Um nánari rökstuðning skal vísað til síðamefnds rits. Eins og þegar hefur verið tekið fram er ekki ætlunin að ræða hér um Konungsbók eða í hvaða tilgangi hún hafi verið rituð. Þó má ympra á því að vel megi vera að Konungsbók hafi verið rituð í þeim tilgangi að hafa hana við höndina þegar endurskoða skyldi lög Norðmanna. Eins og fyrr er tekið fram hóf Hákon gamli verkið um 1260. Víst er að efni var sótt í Grágás við endurskoðun landslaganna eins og Ólafur Lárusson og Absalon Taranger hafa sýnt fram á og nánar verður vikið að hér á eftir. 58 Ólafur Lárusson: Grágás og lögbœkurnar, bls. 25. 59 Sama rit, bls. 26-37. 60 Sama rit, bls. 38. 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.