Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 83
beint að hverjum þeim, sem umboð hefur til þess að efna skylduna fyrir skuld-
ara. I áskorun má ekki krefjast neins annars af skuldara en þess, sem kröfu-
hafinn á rétt til, eða sem nauðsynlegt er til þess að forða vanefndum.63
2.4.5 Vilja- og hæfnireglan
Þess er áður getið, að hvort sem greiðsludrátt er að rekja til sakar skuldara
eða afsakanlegra atvika, er um vanefnd af hálfu skuldara í lögfræðilegum skiln-
ingi að ræða. Það má hins vegar ljóst vera, að fyrir getur komið, að greiðslu-
dráttur verði vegna mistaka, misskilnings eða vanþekkingar. Af þessu hefur
leitt, að í réttarframkvæmdinni hefur myndast óskráð réttaregla til verndar þeim
skuldurum, sem ekki greiða skuld sína á réttum tíma vegna mistaka, misskiln-
ings eða afsakanlegrar vanþekkingar, þ.e. hin svokallaða vilja- og hæfniregla.
Inntak vilja- og hæfnireglunnar er það, að greiði skuldari ekki skuld sína á
réttum tíma, og augljóslega er ekki um að kenna vilja- eða getuleysi hans til að
greiða, hefur stuttur greiðsludráttur ekki í för með sér hinar alvarlegri van-
efndaafleiðingar eins og t.d. riftun eða eindögun ógreiddra eftirstöðva skuldar,
sbr. H 1983 963. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að greiðsludráttur, sem
verður vegna mistaka eða misskilnings er í sjálfu sér vanefnd af hálfu skuldara.
Þýðing vilja- og hæfnireglunnar er hins vegar sú að milda afleiðingarnar með
því að koma í veg fyrir beitingu hinna alvarlegri vanefndaúrræða.
H 1983 963. P gaf út hinn 27. nóvember 1978 skuldabréf til handhafa að fjárhæð
150.000 krónur. Það var tryggt með veði í fasteign og skyldi greiðast með þremur jöfn-
um árlegum afborgunum með gjalddögum 1. september ár hvert, í fyrsta sinn 1. sept-
ember 1981. Ó, sem var handhafi bréfsins, kom því til innheimtu í Útvegsbanka ís-
lands í Hafnarfirði. Ákvæði var þess efnis í bréfinu, að heimilt væri að gjaldfella höf-
uðstól þess vegna vanskila á greiðslu afborgana. Er greiða skyldi fyrstu afborgun af
bréfmu, fékk P tilkynningu frá bankanum um gjalddaga og greiðslustað, en þau mistök
urðu af hálfu bankans, að í tilkynningunni var P aðeins krafin um 5000 krónur í stað
50.000 króna. P, sem var forstjóri og aðaleigandi bifreiðaumboðs, fól starfsmanni sín-
um að greiða kröfuna samkvæmt áðumefndri tilkynningu. Kvaðst P fyrir dómi ekki
hafa gaumgæft tilkynninguna, þegar hún barst, enda væri hann ekki viss um að hafa
þá verið hér á landi. Hins vegar sagði hann, að sér hefði verið ljóst, þegar skuldabréfið
var gefið út, að fyrsta afborgun væri 50.000 krónur. P kvaðst ekki hafa gert sér grein
fyrir mistökum þessum, fyrr en hann fékk kröfubréf frá lögfræðingi Ó, þar sem til-
kynnt var um gjaldfellingu bréfsins og hann krafmn um greiðslu eftirstöðva þess.
Kvaðst P hafa fengið tilkynningu þessa 25. nóvember 1981. P kannaði hjá bankanum,
hvemig í málum lá, og var honum af bankans hálfu tjáð, að Ó hefði þá fáum dögum
áður komið í bankann og gert athugasemdir við innheimtu bankans. Hefði Ó þá verið
tjáð, að bankinn skyldi koma þessu í lag, en það hafi Ó ekki viljað samþykkja og kraf-
ist þess að fá skuldabréfið afhent. Næsta dag, þ.e. 26. nóvember 1981, geymslugreiddi
P það, sem vangreitt var af bréfinu, og mótmælti gjaldfellingunni í bréfi til Ó. I dómi
Hæstaréttar sagði, að Ó hefði komið bréfinu til innheimtu í Útvegsbanka fslands í
63 Sjá Julius Lassen: Obligationsretten I, bls. 421-423, og Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 49.
335