Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 83
beint að hverjum þeim, sem umboð hefur til þess að efna skylduna fyrir skuld- ara. I áskorun má ekki krefjast neins annars af skuldara en þess, sem kröfu- hafinn á rétt til, eða sem nauðsynlegt er til þess að forða vanefndum.63 2.4.5 Vilja- og hæfnireglan Þess er áður getið, að hvort sem greiðsludrátt er að rekja til sakar skuldara eða afsakanlegra atvika, er um vanefnd af hálfu skuldara í lögfræðilegum skiln- ingi að ræða. Það má hins vegar ljóst vera, að fyrir getur komið, að greiðslu- dráttur verði vegna mistaka, misskilnings eða vanþekkingar. Af þessu hefur leitt, að í réttarframkvæmdinni hefur myndast óskráð réttaregla til verndar þeim skuldurum, sem ekki greiða skuld sína á réttum tíma vegna mistaka, misskiln- ings eða afsakanlegrar vanþekkingar, þ.e. hin svokallaða vilja- og hæfniregla. Inntak vilja- og hæfnireglunnar er það, að greiði skuldari ekki skuld sína á réttum tíma, og augljóslega er ekki um að kenna vilja- eða getuleysi hans til að greiða, hefur stuttur greiðsludráttur ekki í för með sér hinar alvarlegri van- efndaafleiðingar eins og t.d. riftun eða eindögun ógreiddra eftirstöðva skuldar, sbr. H 1983 963. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að greiðsludráttur, sem verður vegna mistaka eða misskilnings er í sjálfu sér vanefnd af hálfu skuldara. Þýðing vilja- og hæfnireglunnar er hins vegar sú að milda afleiðingarnar með því að koma í veg fyrir beitingu hinna alvarlegri vanefndaúrræða. H 1983 963. P gaf út hinn 27. nóvember 1978 skuldabréf til handhafa að fjárhæð 150.000 krónur. Það var tryggt með veði í fasteign og skyldi greiðast með þremur jöfn- um árlegum afborgunum með gjalddögum 1. september ár hvert, í fyrsta sinn 1. sept- ember 1981. Ó, sem var handhafi bréfsins, kom því til innheimtu í Útvegsbanka ís- lands í Hafnarfirði. Ákvæði var þess efnis í bréfinu, að heimilt væri að gjaldfella höf- uðstól þess vegna vanskila á greiðslu afborgana. Er greiða skyldi fyrstu afborgun af bréfmu, fékk P tilkynningu frá bankanum um gjalddaga og greiðslustað, en þau mistök urðu af hálfu bankans, að í tilkynningunni var P aðeins krafin um 5000 krónur í stað 50.000 króna. P, sem var forstjóri og aðaleigandi bifreiðaumboðs, fól starfsmanni sín- um að greiða kröfuna samkvæmt áðumefndri tilkynningu. Kvaðst P fyrir dómi ekki hafa gaumgæft tilkynninguna, þegar hún barst, enda væri hann ekki viss um að hafa þá verið hér á landi. Hins vegar sagði hann, að sér hefði verið ljóst, þegar skuldabréfið var gefið út, að fyrsta afborgun væri 50.000 krónur. P kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir mistökum þessum, fyrr en hann fékk kröfubréf frá lögfræðingi Ó, þar sem til- kynnt var um gjaldfellingu bréfsins og hann krafmn um greiðslu eftirstöðva þess. Kvaðst P hafa fengið tilkynningu þessa 25. nóvember 1981. P kannaði hjá bankanum, hvemig í málum lá, og var honum af bankans hálfu tjáð, að Ó hefði þá fáum dögum áður komið í bankann og gert athugasemdir við innheimtu bankans. Hefði Ó þá verið tjáð, að bankinn skyldi koma þessu í lag, en það hafi Ó ekki viljað samþykkja og kraf- ist þess að fá skuldabréfið afhent. Næsta dag, þ.e. 26. nóvember 1981, geymslugreiddi P það, sem vangreitt var af bréfinu, og mótmælti gjaldfellingunni í bréfi til Ó. I dómi Hæstaréttar sagði, að Ó hefði komið bréfinu til innheimtu í Útvegsbanka fslands í 63 Sjá Julius Lassen: Obligationsretten I, bls. 421-423, og Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 49. 335
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.