Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 109
þeim sem brjóta gegn réttlátu lagaákvæði. Sumir, sekir um afbrot, ættu skilið að
sleppa, teldust ekki verðskulda refsingu samkvæmt kenningunni. Annar galli
við að byggja réttlætingu refsingar á því að menn eigi skilið að þjást í réttu hlut-
falli við saknæma hegðun sína er að með kröfu um sök er refsing vegna hlut-
lægrar ábyrgðar ekki réttlætanleg.
6.2 Sanngirniskenningin
Fylgjendur sanngimiskenningar byggja réttlætingu refsingar ríkisvaldsins á
þörfinni til að viðhalda jafnvægi byrða og gæða í þjóðfélaginu. Samkvæmt
kenningunni er réttarríkið kerfi þar sem allir njóta gæðanna af lögum og reglu
en þurfa að sama skapi að taka á sig þá byrði að hlýða lögunum. Ef einhver
brýtur lögin og kemst þar með hjá því að bera byrðina af að hlíta þeim verður
ríkisvaldið að refsa honum til þess eins að koma aftur á jafnvægi. Brota-
maðurinn fékk gæðin af að búa í réttarríkinu þar sem flestir hlíta reglunum.
Hann sýnir löghlýðnum samborgurum sínum ósanngimi með því að taka ekki á
sig samsvarandi byrði löghlýðninnar og því þarf ríkisvaldið að leggja á hann
aukabyrði, refsinguna.
Sanngimiskenningin byggist á þeirri grunnhugmynd að það sé byrði að hlýða
lögunum. Bent hefur verið á að þetta þurfi ekki endilega að vera rétt. Það sé
ekki byrði að hlýða lögum sem maður hefur enga löngun til að brjóta gegn.
Rökin fyrir kenningunni séu því einfaldlega ógild. Ef byggt er á því að fólk hafi
löngun til að brjóta gegn sumum lögum og taki því á sig byrðar með því að
hlýða þeim gæti þó verið réttlætanlegt að refsa, leggja byrði á þá sem brjóta
gegn þeim lögum. Augljós vandamál við mælingar á löngunum til lögbrota
hljóta að standa gagnsemi þessara raka fyrir þrifum. Þótt reynt væri að slá mæli-
kvarða á þessar langanir gæti það leitt til enn frekari vandamála við ákvörðun
um hæfilega þyngd refsingar. Hægt er að hugsa sér að fólk hafi meiri löngun til
að svíkja undan skatti en til að drepa annað fólk. Það er því meiri byrði að láta
það á móti sér að svíkja undan skatti en að láta það vera að drepa einhvern.
Samkvæmt sanngirniskenningunni ætti því að refsa þeim, sem ekki taka á sig
þær byrðar að hlíta skattalögum, harðar en þeim sem fremja morð. Kenning,
sem réttlætir refsingu ríkisvaldsins með svo takmörkuðum og óljósum hætti, er
ekki trúverðug.
Frekari gagnrýni, sem þessi kenning hefur fengið, er t.d. sú að refsing ríkis-
valdsins sé ekki réttlætanleg samkvæmt henni ef einhver, t.d. brotaþolinn, hefur
sjálfur svarað fyrir sig gagnvart brotamanninum. Ef jafnvægi hefur þegar verið
komið á milli löghlýðinna borgara (byrða) og ólöghlýðinna borgara (gæða), t.d.
með bótagreiðslu fyrir afbrot, er refsing ríkisvaldsins að auki ekki réttlætanleg.
Þannig yrði refsing sumra, sem sekir væru um afbrot, ekki réttlætt á grundvelli
sanngirniskenningarinnar.
6.3 Yirðingarkenningin
Samkvæmt virðingarkenningunni er það að ríkisvaldið myndi að öðrum
361