Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 37
Af framangreindum tilvitnunum í annála, Áma sögu, Sturlu þátt og Guðmund-
ar sögu er ljóst að hvergi segir bemm orðum að íslendingar hafi tekið Jámsíðu illa
og því síður hvað þeir hafi haft við hana að athuga. Hitt er Ijóst að talsverðan tíma
tók að fá hana samþykkta. Skýringin kann að vera einföld: I veglausu og stijálbýlu
landi hefur ekki verið auðhlaupið að því að kynna bókina, enda öll fjölmiðlun
bundin við skinnblöð, minni manna og tjáskipti á mannfundum. Af því, sem segir
i Ama sögu biskups, 20. kap., og vitnað er til hér að framan, má þó ráða að íslend-
ingar hafí verið tregir til að játa bókinni og ekki verið alls kostai' ánægðir með
hana. Það hafi einkum verið fyrir harðfylgi Áma biskups að bókin var að mestum
hluta lögtekin á Alþingi sumarið 1272 og átti konungur því Áma biskupi öðmm
fremur að þakka að hún var lögleidd. Mótspyman kom ekki frá kirkjunnar mönn-
um, enda höfðu þeir enga ástæðu til að amast við henni, heldur frá leikmönnum.
4. RITUN STAÐARHÓLSBÓKAR OG LÖGFESTING JÁRNSÍÐU
Af því sem nú hefur verið rakið úr skrifum fræðimanna og heimildum kemur
ekki á óvart að margir þeirra hafa tengt ritun Staðarhólsbókar við lögfestingu
Jámsíðu, en þó með ólíkum röksemdum. Jón Sigurðsson og P.A. Munch ákvörð-
uðu ritunartímann með vísan til tengslanna við Jámsíðu, enda höfðu þeir ekki
gefið því gaum að ólíkar rithendur vom á handritinu og töldu það skrifað í einni
lotu. Vilhjálmur Finsen sýndi hins vegar fram á að ekki væri sama rithönd á
Grágásartextanum og Jámsíðutextanum og líklegast að nokkur tími hefði liðið
milli þess að Grágás var skrifuð og þar til Jámsíða var skráð. Hann taldi Grágás-
artextann ritaðan nokkm fyrr, eða upp úr 1260. Svipaðrar skoðunar em Konrad
Maurer, Ólafur Lámsson og Stefán Karlsson. Hins vegar hefur Gunnar Karlsson
bent á veturinn 1271-72 sem lrklegan ritunartíma Staðarhólsbókar og segir:
Þegar menn riðu heim af Alþingi 1271 var þannig ástatt um löggjöf íslendinga að
þeir höfðu lögleitt ný þingsköp í stað þingskapaþátta Grágásar og þegngildi konungs,
reglur um að konungur tæki bætur fyrir veginn þegn sinn, í staðinn fyrir Baugatal.
Einhver gildur höfðingi á íslandi hefur haldið að þar mundi verða numið staðar við
endurskoðun löggjafarinnar. Um veturinn lætur hann því skrifa fyrir sig nýja Grágás
en sleppa úrelta efninu um þingsköp og vígsbætur. Síðan hefur hann sjálfsagt ætlað
að láta bæta við þeim hlutum Jámsíðu sem voru orðnir íslenzk lög, en áður en það
komst í verk var hún öll lögleidd. Þá breytti þessi fyrsti eigandi Staðarhólsbókar um
stefnu og lét bæta Jámsíðu allri aftan við Grágás.
Um annað efni sem Konungsbók hefur umfram Staðarhólsbók sé það að
segja að eftir gerð Gamla sáttmála hafi samningurinn við Ólaf helga ef til vill
verið talinn úreltur með öllu. Verðlagsákvæðin hafi líklega verið talin fróðleiks-
molar sem ekki skiptu máli. Hins vegar sé vandskýrt hvers vegna Rannsókna-
þáttur hafi lent utan Staðarhólsbókar.40
40 Gunnar Karlsson: „Ritunartími Staðarhólsbókar", bls. 42. Verðlagsákvæðin voru ekki tekin
upp í Jámsíðu og styður það þá ályktun að þau hafi ekki verið talin skipta máli. Hins vegar eru þau
í Jónsbók, kaupabálki 5-6.
289