Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Qupperneq 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Qupperneq 53
lagareglur, sem við eiga, heimila kröfuhafa að beita, sbr. t.d. ákvæði 21. og 28. gr. kpl. og 33. gr. húsaleigulaga.2 2. GREIÐSLUTÍMINN 2.1 Um hugtökin gjalddagi, lausnardagur og eindagi Krafa getur aðallega stofnast með þrennum hætti, þ.e. með samningi, tjóns- valdandi athöfn eða á grundvelli réttarreglna um óréttmæta auðgun, sbr. t.d. at- hugasemdir við 7. gr. vaxtalaga (vxl.). Gjalddagi kröfu er það tímamark, þegar kröfuhafa er fyrst heimilt að krefjast þess, að skuldari inni greiðslu sína af hendi, þ.e. standi skil á greiðslu kröfunnar, enda séu ekki til staðar neinar þær efndahindranir, sem breyta skyldum aðila í því sambandi.3 í athugasemdum greinargerðar með 9. gr. vxl. er hugtakið gjalddagi skilgreint sem „sá dagur er kröfuhafi getur krafist greiðslu“. I vissum tilvikum er það svo, að skylda skuldara til þess að inna greiðslu sína af hendi, er ekki fyrir hendi, þótt gjalddagi sé kominn, því meira getur þurft til að koma til að gera greiðsluskyldu skuldara virka. Samningsaðili getur þurft að hafa frumkvæði að efndum með því að beina greiðsluáskorun til gagnaðila, sbr. sjón- armið þau, sem búa að baki 12. gr. kpl.4 Þá er það svo, þegar um gagnkvæma samninga er að ræða, að forsenda þess, að hvor aðili um sig eigi rétt til gagn- gjaldsins er sú, að aðilinn inni jafnframt sína greiðslu af hendi, sbr. 14. gr. kpl. Gjalddagi er það tímamark, sem þarf að vera komið svo hægt sé að segja, að sú staðreynd, að skuldari lætur hjá líða að efna, sé vanefnd af hans hálfu í formi 2 I 21. gr. kpl. kemur fram, að afhendi seljandi ekki seldan hlut á réttum tíma, getur kaupandi valið milli þess, hvort hann vill heldur heimta hlutinn eða rifta kaupið, enda sé það ekki kaupanda að kenna eða neinum ósjálfráðum atburði, sem hann ber ábyrgð á, að afhendingin fór ekki fram á rétt- um tíma. Hafi drátturinn haft lítil áhrif eða óveruleg á hagsmuni kaupanda eða seljandi hlaut að álíta að svo væri, getur kaupandi ekki rift kaupið, riema hann hafi sérstaklega áskilið sér, að hluturinn yrði afhentur sér á nákvæmlega tilteknum tíma. f verslunarkaupum er sérhver dráttur metinn verulegur, nema það sé aðeins lítill hluti hins selda, sem afhendingin hefur dregist á. Með sama hætti kemur fram í 28. gr. kpl., að sé kaupverðið ekki greitt á réttum tíma, eða kaupandi gerir ekki í tæka tíð þá ráðstöfun, sem greiðsla kaupverðsins er komin undir, þá má seljandinn gera hvort heldur hann vill, halda upp á hann kaupinu eða eða rifta það. Sé dráttur óverulegur, verður kaupið þó ekki rift, en í verslunarkaupum er sérhver dráttur metinn verulegur. I 33. gr. húsaleigul. eru ákvæði um greiðslutíma húsaleigu. Ef leigjandi greiðir ekki leiguna, eða framlag til sameiginlegs kostnaðar samkvæmt V. kafla laganna, á réttum gjalddaga og sinnir ekki innan sjö sólarhringa skriflegri áskorun leigusala um greiðslu, er leigusala heimilt að rifta leigu- samning, enda hafi slík áskorun verið send eftir gjalddaga og leigutaki þar tekið fram, að hann muni beita riftunarheimild sinni, sbr. 1. tl. 1. mgr. 61. gr. húsaleigul. Þá hefur greiðsludráttur húsaleigu þær afleiðingar í för með sér samkvæmt 4. mgr. 33. gr., að leigusala er heimilt að krefjast hæstu lögleyfðu dráttarvaxta af henni, ef leigjandi hefur ekki gert skil á leigunni innan sjö sólarhringa frá gjalddaga. 3 Sjá Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 91; Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 44-45; Viðar Már Matthíasson: Um vexti og dráttarvexti í lögum og lagaframkvæmd, bls. 9-10; Per Augdahl: Den norske obligasjonsretts almindelige del, bls. 43-44; Tryggve Bergsaaker: Penge- kravsrett, bls. 34. o.áfr. 4 Um beitingu 12. gr. kpl. sjá t.d. H 1982 222, þar sem ekki var talið, í ljósi fyrri samskipta aðila, að kaupandi hefði mátt skilja orðsendingu um, að bifreiðar væru tilbúnar til afhendingar sem kröfu um að hann vitjaði bifreiðanna og gerði skil á kaupverði þeirra þá þegar, sbr. 12. gr. kpl. 305
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.