Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 31
Ólíkum hugmyndum hefur einnig verið varpað fram um ritunartíma Staðar- hólsbókar og hefur verið nefnt tímabilið allt frá miðri 13. öld til loka 14. aldar. Flestir eru þó á því máli að bókin sé rituð á tímabilinu 1250-1280.11 Annars hafa ýmsir viljað afmarka ritunartíma Staðarhólsbókar nánar og þá beint athygli sinni að því að texti Járnsíðu, lögbókarinnar sem samþykkt var 1271-1273, er skráður í bókina í framhaldi af texta Grágásar. Jón Sigurðsson taldi auðsætt að Staðarhólsbók gæti ekki verið eldri en frá árinu 1271 þar sem hún geymdi texta Járnsíðu. Ekki væri þó líklegt að menn hefðu ráðizt í að rita svo ágætt og vandað handrit af Kristinrétti, Grágás og Járn- síðu eftir að öll þessi lög voru úr gildi gengin og Kristinréttur Árna biskups og Jónsbók komin í staðinn nema svo aðeins að hin nýju lög hefðu verið látin fylgja með.12 Því taldi Jón að handritið væri ekki yngra en frá 1280. Líklegasti ritunartíminn væri á árunum 1271-1280. Hér gekk hann að því vísu að handritið væri allt ritað með sömu hendi og í einni lotu þótt ekki segi hann það berum orðum. Norski sagnfræðingurinn P.A. Munch, sem reyndar var lögfræðingur að mennt, taldi auðsætt að Staðarhólsbók væri rituð milli 1271 og 1273 og Grágás- artextinn væri skrifaður með sömu hendi og Járnsíða.13 I inngangi sínum að útgáfu Staðarhólsbókar 1879 gerði Vilhjálmur Finsen nokkra grein fyrir rithöndum Staðarhólsbókar. Niðurstaða hans er sú að einn maður hafi skrifað meginhluta Grágásartextans og auðkennir Vilhjálmur hann með bókstafnum A. Hluti textans, síða 139-73 í handritinu14 sé með annarri hendi sem Vilhjálmur auðkennir með bókstafnum B. Þá séu átta rithendur á víð og dreif í A-textanum. Þær eru auðkenndar eru með bókstöfunum C-K, að und- anskildum bókstafnum J.15 Þá sýndi Vilhjálmur Finsen fram á að Járnsíða væri skrifuð með annarri hendi en texti Grágásar og engin ástæða til að gera ráð fyrir að þeir hefðu verið skráðir samtímis. Ef til vill sé það tilviljun ein að þeir séu festir á eina bók, svo sem að ein og hálf síða hafi verið auð þegar Grágásartexta var lokið og efnið að auki skylt. Þá mæli það gegn því að textamir séu skrifaðir samtímis að tíu rit- hendur séu á Grágásartextanum þótt átta þeirra séu einungis á fáeinum línum, en enga þeirra sé að finna í Járnsíðu. Niðurstaða Vilhjálms Finsens er sú að texti Járnsíðu sé festur á skinn á árunum 1275-1280, en texti Grágásar um 1260. Telja verði að Grágásartextinn sé skráður fyrir 1262 og megi hafa það til marks að hann beri þess engin merki að ný löggjöf sé í vændum eða ný stjórnskipan sé að leysa hina eldri af hólmi. Eðlilegt væri að Gamli sáttmáli væri skráður í handritið ef það hefði verið skrifað eftir gerð hans. Það styðji einnig ritunartíma 11 Ólafur Lárusson: Yfirlit yfir íslenzka réttarsögu, bls. 61. Sami: „Grágás", bls. 126. Stefán Karlsson: „Kringum Kringlu", bls. 20. Grágás (1992). „Inngangur“, bls. xii og xv-xvi. 12 Jón Sigurðsson: ísl.fornbrs. I, bls. 87. 13 P.A. Munch: Det norske folks historie IV 1, bls. 627-28, nmgr. 2. 14 Textinn er prentaður í Crágás II, bls. 408-506 15 Vilhjálmur Finsen: „Forerindring". Grágás II, bls. V-VII. 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.