Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 87
heimild til þess að efna skyldu sína um leið og krafan stofnast, ef ekki hefur verið um annað samið eða annað leiðir ekki af samningi, sbr. meginreglu þá, sem fram kemur í 12. gr. kpl. og gildir í lausafjárkaupum. Þar segir, að hafi ekkert verið ákveðið um það, hvenær kaupverðið skuli greitt eða seldum hlut skilað, og atvik liggja ekki svo til, að af þeim megi ráða, að þetta skuli gert svo fljótt sem unnt er, skuli líta svo á, að kaupverðið beri að greiða og hlut að af- henda hvenær sem er. Skuldari getur haft af því ýmsa hagsmuni að hafa greiðslu ekki lengur í vörslum sínum en um var samið. Seljandi, t.d. í lausafjárkaupum, vill rýma lagerpláss fyrir nýjar vörur og fá endurgjaldið fyrir hið selda til að nýta sér það í rekstri sínum. í öðrum samningstegundum, t.d. í geymslu- og flutningasamningum, hefur aðalskuldari (geymslu- eða flutningsmaður) ekki heimild til þess að skila greiðslunni af sér hvenær sem er, en endurgjaldskrafa hans er þá tryggð með haldsrétti í viðkomandi hlut, sbr. ákvæði 63,- 66. gr. sigll.69 Aðalskuldari getur hins vegar, þegar hann hefur innt af hendi umsamda greiðslu, t.d. flutning eða viðgerð, eða þegar umsaminn geymslutími er liðinn, bundið endi á samnings- sambandið, áður en krafa hans til endurgjalds og kostnaðar af umsjá hlutar verður hærri en sem nemur verðmæti eða andvirði aðalgreiðslunnar. Aðra nið- urstöðu getur þó leitt af farmbréfi eða farmskírteini.70 Þótt aðalskuldari hafi heimild til að ljúka samningssambandinu, eins og áður er lýst, með því að selja verðmæti það sem um er að ræða, getur það ekki gerst fyrirvaralaust. Aðalskuldari verður þannig til að byrja með, t.d. þegar um viðtökudrátt er að ræða, að annast um verðmætið fyrir hönd kröfuhafa svo lengi sem nauðsyn krefur og sanngjarnt er að ætlast til af honum, og getur hann að því loknu fyrst látið selja verðmætið. Kostnað vegna geymslu og umönnunar getur hann krafið kröfuhafa um, og kröfuhafi ber nú áhættuna af greiðslunni, þótt afhending hafi ekki átt sér stað, sbr. reglur 32.-37. gr. kpl. um viðtökudrátt kaupanda í lausafjárkaupum. 2.5.4 Staðan við gjaldþrot í 99. gr. gjþl. kemur fram, að allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í 69 Um beitingu 63. gr. sigll. sjá H 1996 1163. 70 Sjá nánar IBernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 116-117 og t.d. Ufr. 1936 38 (H). í 62. gr. sigll. segir, að taki viðtakandi við farmi, skuldbindi hann sig til að greiða farmgjöld og aðrar kröfur, sem farmflytjandi geti krafst greiðslu á samkvæmt farmskírteini eða öðru skjali, sem segir fyrir um flutning farmsins. Samkvæmt 63. gr. er farmflytjanda ekki skylt að láta farm af hendi fyrr en viðtakandi greiðir eða greiðir á geymslureikning fé það, sem honum ber að greiða samkvæmt 62. gr. og aðrar kröfur, sem á vöru hvíla. í 64. gr. kemur fram, að fullnægi viðtakandi ekki skilmálum fyrir afhendingu vörunnar eða tefur affermingu, er farmflytjanda heimilt að færa vöru í land og koma henni í örugga geymslu á kostnað viðtakanda. í 66. gr. segir, að þegar vara sé látin til varðveislu, sé farmflytjanda heimilt að fá selt svo mikið af henni, sem þarf til lúkningar kröfum, sem á henni hvfla við nauðungarsölu, án þess að þörf sé undangenginnar áskorunar til eiganda hennar. í 67. gr. segir, að sé kröfum á hendur farmsamningshafa ekki fullnægt með sölu vörunnar, ábyrgist hann það, sem á skortir. 339
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.