Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 46
Menn hætta við málssókn, ganga að kröfum stefnanda, sættast eða berjast.65 Höfundur er að deila á hið foma réttarfar og skopstælir það svo sem bezt má marka af lýsingu hans á brennumálunum.66 Af þessum sökum hefur gengið greiðlega að fá Þingfararbálk samþykktan. Afleiðingin var að Þingskapaþáttur, Lögréttuþáttur og Lögsögumannsþáttur féllu við það úr gildi og þess vegna lá beint við að sleppa þeim í Staðarhólsbók. Ahrifa Grágásar gætir sáralítið í Þingfararbálki Jámsíðu.67 Hina þætti löggjaf- arinnar hafa menn haldið fastar í þótt þeir samþykktu bókina að langmestu leyti sumarið 1272, enda var þar tekið nokkm meira tillit til Grágásar, einkum í Landsleigubálki ,68 Nú virðist gagnrýni á Járnsíðu ekki hafa hjaðnað og ráðizt var í síðari lotu endurskoðunar landslaganna. Þá hlutu Islendingar að búa sig undir það starf, meðal annars að taka saman þá þætti löggjafarinnar sem þeir töldu mestu varða að fá breytt. Þeir gátu sætt sig við stjórnskipunarlöggjöfina og réttarfarslöggjöf- ina eins og fyrr er tekið fram, en á öðrum sviðum þurftu þeir að koma fram breytingum. Af umræðum á Alþingi 1281 er ljóst að áherzla bænda var einkum á ýmsum þáttum landbúnaðarlöggjafarinnar, sem nú myndu falla undir fjár- munarétt - nánar tiltekið eignarétt, kröfurétt og skaðabótarétt - ennfremur und- ir vinnulöggjöf, einkum vinnusamninga og loks sifjarétt, þann þátt sem laut að fjármálum hjóna.69 Þetta kemur heim við efni Staðarhólsbókar, þar sem eru Kristinna laga þáttur, Erfðaþáttur, Omagabálkur, Festaþáttur, Um fjárleigur, Vígslóði og Landabrigðaþáttur. Þessir kaflar hafa verið í handriti því sem notað var við samningu Jónsbókar. Þegar það er virt sem hér hefur verið rakið er örðugt að finna aðra skynsam- lega skýringu á því hvers vegna Staðarhólsbók var skrifuð en þá, að verkið hafi verið þáttur í undirbúningi þeirrar endurskoðunar löggjafarinnar sem hafin var. í handritið hafi verið skráð þau ákvæði úr Grágás sem sá er rita lét vildi að sérstak- lega væri tekið mið af við endurskoðun laganna. Þá var eðlilegt að Jámsíða fylgdi til samanburðar. Staðarhólsbók geymir þannig texta Grágásar sem ætlunin hefur verið að hafa til viðmiðunar við þá endurskoðun sem lauk með samningu Jóns- bókar. Með því að rita Staðarhólsbók hafa menn ekki verið að skrá gildandi lög sem standa áttu til frambúðar; tilgangurinn var að ná pólitískum markmiðum. Sam- kvæmt þessu er Staðarhólsbók ekki safn gildandi laga, heldur stjómmálarit sem tekið hefur verið saman í því skyni að hafa áhrif á þá löggjöf sem í vændum var. Ólafur Lámsson hefur sýnt fram á að ýmis ákvæði í Jónsbók sem rekja má til Grágásar séu ekki í Staðarhólsbók, heldur Konungsbók. Af því dró hann þá 65 Lehmann: Die Njálssage, bls. 9. 66 Þessari hugmynd varpaði ég fram í fyrirlestri sem fluttur var á fundi í Vísindafélagi fslendinga 17. febrúar 1978 og nefndist „Islendingasögur sem heimildir réttarsögu". Fyrirlestur sama efnis var síðan fluttur í boði Háskólans í Stokkhólmi 2. marz 1978, í boði Háskólans í Björgvin 6. marz og í boði Háskólans f Osló 8. marz. undir heitinu „De islandske sagaer som retshistorisk kilde“. 67 Ólafur Lárusson: Grágás og lögbœkumar, bls. 14-15. 68 Sama rit, bls. 14-24. 69 Sjá nánar Sigurð Líndal: „Lögfesting Jónsbókar 1281“, bls. 182 o.áfr. 298
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.