Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 42
Þórðarson, fyrsti lögmaðurinn, sem dæmdi samkvæmt hinum nýju lögum gæti ávallt gripið til hinnar eldri löggjafar sem vara-réttarheimildar þar sem Járnsíða væri ófullkomin. Dómakapítuli fremst í Staðarhólsbók væri hafður þar svo að hann væri ávallt tiltækur dómurum til áminningar.53 Ekki er unnt að útiloka að valdamaður hafi talið sér nauðsynlegt að hafa í fórum sínum hin fornu lög til samanburðar við hin nýrri, en hitt er meira álitamál hver tilgangurinn hafi verið - hvort hann hafi litið svo á að texti Staðarhólsbókar geymdi eins konar bráða- birgðaákvæði sem líMegt væri að á reyndi meðan menn væru að ná tökum á hinni nýju löggjöf eða ákvæðin væru eins konar vara-réttarheimild ef hin nýju lög gæfu ekki skýran úrskurð eins og Munch virðist álíta. Á þessum tíma hefði þó mátt ætla að notast mætti við eldri lagaskrár sem hljóta að hafa verið til á þessum tíma. Vilhjálmur Finsen andmælir skoðunum Munchs um aldur handritsins með rökum sem áður eru rakin. Um tilganginn með ritun Grágásartextans telur Vilhjálmur að líkur séu gegn því að við tilraun til að fá samþykkta lögbók eins og Jámsíðu sem aðallega geymi erlendan rétt hafi afrit eldri laga verið látið fylgja; auk þess sé rithöndin á Jámsíðu nokkra yngri en rithöndin á Grágásar- textanum eins og fyrr er getið.54 Konrad Maurer segir að eftir 1273 hafi verið óþarfi að fást við hin fornu lög þegar Járnsíða var komin í þeirra stað og á þennan hátt virðist umgetinn aldur bókanna - Konungsbókar og Staðarhólsbókar - fullkomlega rökstuddur. Síðan segir Maurer: Ef til vill má geta sér til, að bækur þessar standi í sambandi við löggjafarstörf þau, er hafin voru, þegar eftir að Island komst undir Norvegskonung, og sem miðuðu til þess, að setja lögin í samræmi við hið nýja stjómarfyrirkomulag. Ólafur Lámsson bendir á að bæði Jámsíða og Jónsbók séu samdar í Noregi og Grágás notuð sem heimild beggja. Þeir sem sömdu þær hljóti að hafa haft undir höndum eitthvert handrit af Grágás. Það eða þau handrit hljóti að hafa verið skrifuð beint í þeim tilgangi. Jafnvel þótt Grágásartexti Staðarhólsbókar sé ekki með sömu hendi og Jámsíða útiloki það ekki að Staðarhólsbók kunni hugsanlega að vera sú gerð sem notuð hafi verið við samningu Járnsíðu og jafn- vel Jónsbókar.56 Miklu minna hafi verið sótt til Grágásar við samningu Jámsíðu en Jónsbókar. Þess vegna sé örðugra að gera grein fyrir því hvaða Grágásartexti hafi verið notaður þegar Jámsíða var sett saman. Ólafur telur að sú tilgáta Maurers, að Konungsbók og Staðarhólsbók hafi verið skrifaðar í tilefni breytingarinnar á löggjöf eftir að landið gekk konungi á hönd, styrktist ef sýnt yrði fram á að 53 P.A. Munch: Det norske folks historie IV 1, bls. 627. 54 Vilhjálmur Finsen: „Forerindring". Grágás II, bls. X. 55 Konrad Maurer: „Yfirlit yfir lagasögu Islands", bls. 10. 56 Ólafur Lárusson: „Preface". Staðarhólsbók (1936), bls. 10-11. 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.