Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 48
foma kristinrétt við höndina. Hér verður að hafa í huga að tíundarlögin vom í
megindráttum áfram í gildi.
Annað efni er meira í brotum, en þó má nefna rekaþátt úr Þingeyrarbók, AM
279a 4to sem talið er frá því um 1280. Lrklegast er að hann og aðrir þættir af
svipuðu tagi hafi verið ritaðir í því skyni að knýja á um breytingar á löggjöf,
eða með öðrum orðum í pólitískum tilgangi.
Þar sem hagnýtum tilgangi hefur ekki verið til að dreifa er lMegast að fróð-
leiksfýsn hafi ráðið. Á þetta við um uppskriftir úr vígslóða, úr réttarfari Grágás-
ar og af sáttmálanum um rétt Islendinga í Noregi og rétt Noregskonungs á ís-
landi. Pappírshandrit frá því um og eftir 1600 virðast hins vegar rituð í sagn-
fræðilegum tilgangi. Arngrímur lærði styðzt við Staðarhólsbók Grágásar þar
sem hann lýsir löggjöf á íslandi á þjóðveldisöld í Crymogeu sem birtist fyrst
árið 1609.72 Þormóður Torfason hafði konungsbók Grágásar að láni í Noregi
1664 og 1682, en skilaði henni þá fyrst 1704.72
Þeim Guðrúnu Ásu Grímsdóttur sagnfræðingi, Gunnari Karlssyni prófessor og
Stefáni Karlssyni forstöðumanni Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi skal hér
þakkaður yfirlestur og margar gagnlegar ábendingar, en enga ábyrgð bera þau á mis-
sögnum í fræðum þessum.
HEIMILDIR:
Árna saga biskups. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar. Stofnun Áma Magnússonar.
Reykjavík 1972. (Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Rit 2).
Arngrímur Jónsson: Crymogaea sive rerum Islandicarum Libri III [...]. Hamburgi
1610. Sjá einnig Arngrimi Ionae: Opera Iatine conscripta. Editit Jakob Benedikts-
son. Vol II. EjnarMunksgaard. Havniae 1951. (Bibliotheca Arnamagnæana. Consilio
et auctoritate Legati Amamagnæani. Jón Helgason editionem curavit. Vol. X).
- Crymogaea. Þættir úr sögu Islands. Sögufélag. Reykjavík 1985. (Safn Sögufélags.
Þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga, 2. bindi).
Biskupa sögur I-II. Gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Kaupmannahöfn
1858-1878.
De bevarede Brudstykker af Skindbpgerne Kringla og Jöfraskinna i fototypisk
Gengivelse udgivne for Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Literatur ved
Finnur Jónsson. Kpbenhavn [...] 1895.
Flateyjarbók. En Samling af norske Kongesagaer. [...] Udgiven efter offentlig Foran-
staltning I-III. Christiania. P.T. Mallings Forlagsboghandel 1860-1868.
Grágás. Islændernes Lovbog i Fristatens Tid udgivet efter det kongelige Bibliotheks
Haandskrift og oversat af Vilhjálmur Finsen for det nordiske Literatur-Samfund I-II.
Kjpbenhavn. [...] 1852. (Grágás Ia-b).
Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift nr. 334 fol. Staðarhólsbók. Udgivet af
Kommissionen for det Amamagnæanske Legat. Kjpbenhavn. Gyldendalske Bog-
handel [...] 1879. (Grágás II).
Grágás. Stykker, som findes i det Amamagnæanske Haandskrift Nr. 351 fol, Skál-
72 Sjá Liber primus, caput VII-VIII; fsl. þýðingu, bls. 162-84.
73 Vilhjálmur Finsen: „Forerindring". Grágás III, bls. XXXVIII.
300