Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 59
t.d. vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungslega eða á ársfresti. Eins kunna ákvæði laga, sem varða einstakar samningstegundir, að taka afstöðu til þessa og þá yfir- leitt með frávíkjanlegum reglum, sem eingöngu gilda, ef ekki hefur verið á annan veg samið. 21 Um endurgjald, sem greiðast á vikulega, skal bent á 2. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups. Þar segir, að verkafólki, sem vinnur daglaunavinnu í landi, við verksmiðjur, verslanir, byggingar, ístöku og útgerð og enn fremur við fermingu og affermingu skipa og báta, svo og iðnaðarmönnum, er vinna hjá öðrum að iðn sinni, skuli greitt kaupið vikulega a.m.k., nema öðru vísi sé sam- ið. Endurgjald, sem greiðast skal mánaðarlega, er t.d. húsaleiga, sbr. 33. gr. húasleigul. Þar segir, að húsaleigu skuli greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrir fram fyrir einn mánuð í senn, nema um annað hafi verið samið. Föst laun ríkis- starfsmanna eru greidd eftir á fyrsta virkan dag hvers mánaðar, sbr. 10. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. I 2. mgr. 8. gr. hjúal. ræðir um greiðslu kaups til hjúa. Ef ekki hefur verið um annan gjalddaga samið og um mánaðarkaup er að ræða, er gjalddagi í lok hvers mánaðar. Ef kaupið er hins vegar ákveðið í einu lagi fyrir allan vistartímann, hefur hjúið að Iiðnum þremur mánuðum af vistartímanum rétt til að krefjast greiðslu á kaupi því, sem það hefur unnið fyrir fyrsta mánuðinn, eftir fjóra mánuði á kaupi fyrir annan vistarmánuðinn, þannig að jafnan standi tveggja mánaða kaup ógreitt hjá húsbónda, þar til vistráðum er löglega lokið. Samkvæmt 28. gr. ábúðarl. skal ábúandi greiða landsskuld, leigu eða önnur gjöld, sem hann á að greiða, fyrir 31. desember ár hvert, nema öðru vísi sé um samið. Samkvæmt þessu er við það miðað, að landsskuld samkvæmt ábúðarl. greiðist árlega, nema um annað hafi verið samið. I viðvarandi skuldarsamböndum þarf ekki einasta að taka afstöðu til þess, hvenær sé gjalddagi endurgjaldsins, heldur líka hvort endurgjaldið eigi að greiðast fyrir fram eða eftir á. Oft hefur samningur að geyma ákvæði þar að lútandi og þá ýmist þannig að endurgjaldið greiðist fyrir fram eða eftir á eða með ákveðnu millibili yfir lengra tímabil, sbr. t.d. tíðkanleg ákvæði veðskulda- bréfa um endurgreiðslu veðlána. í ákveðnum skuldarsamböndum getur ríkt ákveðin venja í þessum efnum, sem þá gildir, ef ekki er á annan veg samið. Það er t.d. talin meginregla varðandi vinnulaun á almennum vinnumarkaði, að þau greiðast eftir á.22 í vissum skuldarsamböndum gilda frávíkjanlegar reglur í þess- um efnum, sbr. það sem áður er fram komið um ákvæði ábúðarl., hjúal. og húsa- 21 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 47, telur það meginreglu í viðvarandi samningum, að endurgjaldið (peningaskuldbindingin) falli í gjalddaga, þegar öll greiðslan (aðalskuldbindingin) hefur verið innt af hendi, þ.e. að gjalddaginn sé eftir á. Hins vegar sé það jafnan svo í skuldarsam- böndum, sem eru uppsegjanleg eða stofnuð til lengri tíma, að samið sé um, að endurgjaldið greiðist með ákveðnu millibili og þá þannig, að endurgjaldið fyrir tiltekið tímabil gjaldfalli við lok tíma- bilsins. 22 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 98. 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.