Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 59
t.d. vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungslega eða á ársfresti. Eins kunna ákvæði
laga, sem varða einstakar samningstegundir, að taka afstöðu til þessa og þá yfir-
leitt með frávíkjanlegum reglum, sem eingöngu gilda, ef ekki hefur verið á
annan veg samið. 21
Um endurgjald, sem greiðast á vikulega, skal bent á 2. gr. laga nr. 28/1930
um greiðslu verkkaups. Þar segir, að verkafólki, sem vinnur daglaunavinnu í
landi, við verksmiðjur, verslanir, byggingar, ístöku og útgerð og enn fremur við
fermingu og affermingu skipa og báta, svo og iðnaðarmönnum, er vinna hjá
öðrum að iðn sinni, skuli greitt kaupið vikulega a.m.k., nema öðru vísi sé sam-
ið.
Endurgjald, sem greiðast skal mánaðarlega, er t.d. húsaleiga, sbr. 33. gr.
húasleigul. Þar segir, að húsaleigu skuli greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrir
fram fyrir einn mánuð í senn, nema um annað hafi verið samið. Föst laun ríkis-
starfsmanna eru greidd eftir á fyrsta virkan dag hvers mánaðar, sbr. 10. gr. laga
nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
I 2. mgr. 8. gr. hjúal. ræðir um greiðslu kaups til hjúa. Ef ekki hefur verið um
annan gjalddaga samið og um mánaðarkaup er að ræða, er gjalddagi í lok hvers
mánaðar. Ef kaupið er hins vegar ákveðið í einu lagi fyrir allan vistartímann,
hefur hjúið að Iiðnum þremur mánuðum af vistartímanum rétt til að krefjast
greiðslu á kaupi því, sem það hefur unnið fyrir fyrsta mánuðinn, eftir fjóra
mánuði á kaupi fyrir annan vistarmánuðinn, þannig að jafnan standi tveggja
mánaða kaup ógreitt hjá húsbónda, þar til vistráðum er löglega lokið.
Samkvæmt 28. gr. ábúðarl. skal ábúandi greiða landsskuld, leigu eða önnur
gjöld, sem hann á að greiða, fyrir 31. desember ár hvert, nema öðru vísi sé um
samið. Samkvæmt þessu er við það miðað, að landsskuld samkvæmt ábúðarl.
greiðist árlega, nema um annað hafi verið samið.
I viðvarandi skuldarsamböndum þarf ekki einasta að taka afstöðu til þess,
hvenær sé gjalddagi endurgjaldsins, heldur líka hvort endurgjaldið eigi að
greiðast fyrir fram eða eftir á. Oft hefur samningur að geyma ákvæði þar að
lútandi og þá ýmist þannig að endurgjaldið greiðist fyrir fram eða eftir á eða
með ákveðnu millibili yfir lengra tímabil, sbr. t.d. tíðkanleg ákvæði veðskulda-
bréfa um endurgreiðslu veðlána. í ákveðnum skuldarsamböndum getur ríkt
ákveðin venja í þessum efnum, sem þá gildir, ef ekki er á annan veg samið. Það
er t.d. talin meginregla varðandi vinnulaun á almennum vinnumarkaði, að þau
greiðast eftir á.22 í vissum skuldarsamböndum gilda frávíkjanlegar reglur í þess-
um efnum, sbr. það sem áður er fram komið um ákvæði ábúðarl., hjúal. og húsa-
21 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 47, telur það meginreglu í viðvarandi samningum, að
endurgjaldið (peningaskuldbindingin) falli í gjalddaga, þegar öll greiðslan (aðalskuldbindingin)
hefur verið innt af hendi, þ.e. að gjalddaginn sé eftir á. Hins vegar sé það jafnan svo í skuldarsam-
böndum, sem eru uppsegjanleg eða stofnuð til lengri tíma, að samið sé um, að endurgjaldið greiðist
með ákveðnu millibili og þá þannig, að endurgjaldið fyrir tiltekið tímabil gjaldfalli við lok tíma-
bilsins.
22 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 98.
311