Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 105
lögreglustjórinn í smábænum, sem er trúr nytjastefnunni. Hann vegur og metur
hvort leggja eigi í kostnaðinn við að koma honum undir manna hendur. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu að það að refsa honum, úr því sem komið er, myndi,
þegar öllu er á botninn hvolft, ekki leiða af sér meiri gæði fyrir flesta en það að
láta hann eiga sig. Sá sem er trúr nytjastefnunni getur ekki komist að annarri
niðurstöðu í þessu tilfelli en að sleppa Hitler, þrátt fyrir augljósa sekt hans.
Allar refsikenningar, sem byggjast á leikslokum, geta lent í þeim ógöngum að
heimila ekki refsingu sekra undir tilteknum kringumstæðum.
Refsikenning þarf að geta svarað spumingunni um það hversu þung refsing
er hæfileg fyrir brot. Samkvæmt nytjastefnunni er hæfileg refsing einfaldlega
sú sem líklegust er til að ná fram markmiðunum, leiði til sem mestra gæða til
lengri tíma. Vamaðaráhrif em eitt markmiðanna, gæðanna. Því hefur verið
haldið fram að besta leiðin til að hræða fólk frá afbrotum sé að refsa grimmilega
þeim sem brjóta af sér. Ef besta leiðin til að refsing beri þessi tilætluðu áhrif er
þungar refsingar, þá ber að refsa harðlega, samkvæmt nytjastefnunni. Ef besta
leiðin til að hræða fólk frá því að leggja bflum ólöglega er að fangelsa þá
brotlegu, þá er það rétta refsingin.4 Ef við hugsum okkur að sanngjöm refsing
verði að vera með einhverjum hætti sambærileg við eða í réttu hlutfalli við þau
réttindi sem brotamaðurinn hefur fyrirgert með afbroti sínu, og nytjastefnan
myndi verja fangelsisrefsingu fyrir stöðubrot, þá gefur auga leið að nytjastefnan
myndi stundum verja refsingar sem okkur virðast ósanngjamar.
4.3 Betrunarkenningin
Réttlæting refsingar rfldsvaldsins samkvæmt betrunarkenningunni byggist á
því að með því að refsa fyrir afbrot læri brotamenn (og væntanlegir brotamenn)
að það sé siðferðilega rangt að brjóta af sér. Markmiðið með refsingunni er að
koma í veg fyrir afbrot og leiðin til þess markmiðs er að kenna brotamönnum
að rangt sé að brjóta af sér, endurhæfa þá eða gera þá að betri mönnum.
Þessi kenning hefur sætt nokkurri gagnrýni. Fyrst hefur verið bent á að fang-
elsisrefsing sé ekki vel til þess fallin að endurhæfa brotamenn, aðrar tegundir
refsinga, til dæmis samfélagsþjónusta, hæfi betur því markmiði. Reyndar hafa
fylgjendur kenningarinnar lagt þá refsitegund til öðmm fremur.5 Þetta skapar
vandamál þar sem litið er svo á víðast þar sem þetta úrræði er notað að það hæfi
ekki öllum tegundum afbrota.
Ef fangelsisrefsingin þykir eina viðeigandi úrræðið í tilefni af afbroti þótt
það sé ekki líkleg leið til að endurhæfa brotamanninn, þá er ekki hægt að
4 Skiptar skoðanir eru uppi um raunveruleg vamaðaráhrif hertra refsinga. Dr. Helgi Gunnlaugsson
bendir í grein sinni „Afbrot, refsingar og afstaða íslendinga" í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1998,
á að rannsóknir fræðimanna bæði austan hafs og vestan sýni að jafnvel stórhertar refsingar hafi
almennt ekki meira en tímabundin áhrif í mesta lagi á tíðni afbrota.
5 Sjá til dæmis J. Hampton í „The Moral Education Theory of Punishment". Hampton skilgreinir
reyndar refsingu með öðrum hætti en Hart o.fl., þar sem hún telur það ekki til skilyrða að brota-
manni sé viljandi valdið þjáningu eða öðmm óskemmtilegum afleiðingum.
357