Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 11
Þau verkefni, sem bíða þessa félags, mætti telja miklu fleiri og ræða rækilegar um hvert eitt. Þess mun ekki þörf, enda er það sannast mála, að þessu félagi, ef stofnað verður, mun verða annað fremur að aldurtila en verkefnaleysi. Eg er þess altrúa, að íslenzkir lögfræðingar skilji það til fullnustu, að á okkur hvílir sú menningarlega skylda að halda uppi öflugum allsherjarfélagsskap til gagns og sæmdar fyrir íslenska lögfræðingastétt - og okkur ætti hvorki að skorta mannafla né dug til slíks félagslegs framtaks. Að lokinni framsöguræðu Ármanns Snævarr var lögð fram tillaga um stofn- un Lögfræðingafélags fslands og var hún samþykkt samhljóða eins og fyrr segir. Ennfremur voru samþykkt lög fyrir félagið og fyrsta stjóm þess kosin. í hana vom kjörnir þeir sömu og sátu í undirbúningsnefnd fyrir stofnun félagsins eins og fyrr segir. Þá voru kosnir jafnmargir í varastjórn.10 4. FYRSTU LÖG FÉLAGSINS Ármann Snævarr mun hafa átt drýgstan þátt í að semja fyrstu drög að lögum fyrir félagið.* 11 Var tillaga hans um þau á stofnfundinum samþykkt með nokkr- um breytingum. Samkvæmt 1. gr. skyldi heiti félagsins vera Lögfræðingafélag íslands. í 2. gr. var hlutverk þess skilgreint og var það mjög í anda þess sem fram kom í inngangsorðum Ármanns Snævarr á stofnfundinum. í 2. gr. sagði: Hlutverk félagsins er: 1. Að efla samheldni með íslenzkum lögfræðingum. 2. Að gæta hagsmuna lögfræðingastéttarinnar í hvívetna og vera í fyrirsvari fyrir stéttina gagnvart innlendum og erlendum aðiljum. 3. Áð stuðla að vísindalegum rannsóknum í lögfræði. 4. Að taka þátt í samvinnu akademiskt menntaðra manna á Islandi. í 3. gr. kom fram hvernig félagið hyggðist ná þessum markmiðum sínum. Þar sagði: Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því: 1. Að skapa tengsl milli sérfélaga lögfræðinga hér á landi. 2. Að efna til almennra funda lögfræðinga um lögfræðileg og félagsleg efni. 3. Að styrkja útgáfu lögfræðirita. 4. Að efla persónuleg kynni lögfræðinga m.a. með því að stofna til mannfagn- aða. í II. kafla laganna voru ákvæði um félagsmenn en samkvæmt 4. gr. skyldu eiga rétt til aðildar að félaginu allir þeir íslendingar sem lokið höfðu embættis- 10 Fundargerð stofnfundar. Þjóðskjalasafn E.75. 11 Theodór B. Líndal: „Almennt lögfræðingafélag". Tímarit lögfræðinga 1958, bls. 23-24. 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.