Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 70
hverja afhendingu, en svo verður dráttur á greiðslu andvirðis, sá er meta má veru- legan eftir fyrri málsgrein 28. gr„ þá á seljandi rétt á að rifta kaupin á öllu því, er síðar skyldi afhent, nema engin ástæða sé til að óttast, að drátt muni aftur að höndum bera. Þetta á sér stað, þó að seljandi geti ekki samkvæmt síðari hluta 28. gr. rift kaupið er kemur til þeirrar sendingar, sem andvirði dróst fyrir. í 9. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð (svl.) er fjallað um eindögun veð- kröfu, þ.e. tilgreind eru í ákvæðinu þau tilvik, sem heimila veðhafa að krefjast eindögunar veðkröfu sinnar, þótt ekki sé kominn gjalddagi kröfu. Meðal tilvika, sem heimila slíka eindögun, er samkvæmt a. lið 1. mgr. ákvæðisins það, þegar skyldan til greiðslu vaxta og afborgana hefur verið vanefnd verulega. í athuga- semdum greinargerðar með frumvarpi til svl. segir, að það eitt nægi ekki, að farið hafi verið fram úr gjalddaga, heldur verði greiðsludráttur að vera þannig, að hann veiti heimild til uppsagnar, en um mat í þeim efnum verði að vísa til almennra riftunarreglna, þar sem heildarmat á aðstæðum verði látið ráða. Jafn- framt er tekið fram, að í réttarframkvæmd hér á landi hafi myndast ákveðnar reglur um eindögun eftirstöðva skulda, þegar skuldari eða veðþoli vanefnir skyldur sínar, og komi lögfesting 9. gr. svl. ekki til með að breyta ólögfestum gildandi rétti að þessu leyti.47 Við mat í þeim efnum, hvort atvik heimili eindögun allra eftirstöðva skuldar, er til margra atriða að líta, og verður heildarmat á aðstæðum að ráða, sbr. þau sjónarmið að baki 9. gr. svl., sem áður eru rakin. Meðal atriða, sem verulegu máli skipta, er lengd þess tíma, sem greiðsludráttur varir. Sjá um það efni t.d. H 1979 211, en þar var gjalddagi afborgunar samkvæmt tilteknu handhafabréfi 1. júní 1977. Skuldari fékk greiðslukröfu frá banka 10. júní og kom í bankann 15. júní til að greiða, en þá hafði bréfið verið tekið úr bankanum. Skuldari geymslugreiddi þá gjaldfallna afborgun daginn eftir, þ.e. 16. júní. I dómi meiri hluta Hæstaréttar sagði, að skuldari hefði að vísu ekki greitt tafarlaust, eftir að hann fékk vitneskju um greiðslustað, en greiðsludráttur hefði þá ekki verið slíkur, að gjaldfelling hafi verið heimil. Eins getur skipt máli, hversu stór hluti skuldar er í vanskilum, sbr. til athugunar um það efni H 1938 96, H 1941 277 og H 1957 559. H 1980 1974. Gjalddagi afborgana samkvæmt handhafaskuldabréfi var 1. mars 1978. Bréfin voru til innheimtu í banka, en ósannað þótti, að skuldara hefði verið vísað á þann greiðslustað fyrr en honum barst bréf, dags. 29. mars, þar sem tilkynnt var um gjaldfellingu allra eftirstöðva bréfsins. Skuldari greiddi gjaldfallna afborgun 5. apríl. í dómi meiri hluta Hæstaréttar var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms, að gjaldfelling allra eftirstöðvanna hefði ekki verið heimil. 47 Alþt. 1996, þskj. 350, bls. 33. í athugasemdum greinargerðar segir einnig, að ákvæði 1. mgr. 9. gr. svl. hafi f raun á sér einkenni frávíkjanlegrar uppsagnarreglu, og sé efni hennar því ekki tak- markað við það eitt að reisa skorður við uppsagnarákvæðum, sem of langt ganga. í því felist, að þótt hefðbundið uppsagnarákvæði skorti í veðbréf, verði ákvæðum svl. beitt sem heimild til upp- sagnar, t.d. við verulegan greiðsludrátt. 322
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.