Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 101

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 101
Fyrir hvað á að refsa? Hverjum á að refsa? Hvernig á að refsa? Hvers vegna á að refsa? Svarið við fyrstu spurningunni liggur í markmiði lagasetningarinnar. I laga- reglum er refsing lögð við tiltekinni hegðun, og hegðunin þar með gerð að af- broti, til þess að gera þjóðfélaginu heyrinkunnugt að hegðunin sé óleyfileg og til að tryggja að minna sé um slíka hegðun. Það er löggjafans á hverjum tíma og í hverju ríki að leggja línurnar um það hvaða hegðun er óleyfileg. Refsilög- gjöf í lýðræðisríkjum er réttlát þegar hún endurspeglar vilja og viðhorf meiri- hluta þegnanna. Það er stjómvalda á hverjum stað og tíma að lesa í viðhorf þegnanna til þátta eins og til dæmis frjálslyndis og íhaldssemi og setja réttlát lög. Ekki verður því hér tekin afstaða frekar til þess fyrir hvað beri að refsa, hvaða hegðun sé lýst óleyfileg. Markmið lagasetningarinnar getur þó varla eitt og sér réttlætt beitingu refsinga. Svarið við annarri spurningunni, hverjum á að refsa, má lesa úr skilgreining- unni á hugtakinu refsing. Refsing verður að beinast gegn þeim sem talið er að hafi brotið af sér. í siðuðum þjóðfélögum geram við auk þess kröfu um að lögin séu réttlát og að þeim einum sé refsað sem bera ábyrgð á gerðum sínum. Þriðju spurningunni, hvernig á að refsa, verður vart svarað án þess að áður sé ljóst hvert markmið refsingarinnar er. Framkvæmd refsingarinnar og hversu þung hún á að vera byggist annars vegar á refsipólitískum viðhorfum og tengist lagasetningu í hverju þjóðfélagi á hverjum tíma og hins vegar á því hvað það er sem réttlætir refsinguna, hvaða markmiði hún á að þjóna. Svarið við fjórðu spurningunni eða öllu heldur leitin að svarinu við spurning- unni, hvers vegna á að refsa, er það sem verður meginefni greinarinnar. Hvað er það, ef það er nokkuð, sem réttlætir refsingu ríkisvaldsins yfirleitt? 2. RÉTTLÆTING REFSINGA Refsing ríkisvaldsins er það úrræði sem notað er í þjóðfélagi okkar við lög- brotum þótt fyrirbærið sé í eðli sínu og samkvæmt skilgreiningu slæmt. Menn greinir þó á um hvað það sé sem réttlætt geti beitingu refsinga. Þegar einhveijum er refsað er stundum sagt að réttlætið hafi náð fram að ganga. Mat okkar á því hvort leggja eigi á refsingu eða ekki er órjúfanlega tengt hug- myndum okkar um réttlæti. Réttlætistilfinning okkar segir okkur bæði að rangt sé að refsa saklausum og að rangt sé að sekir sleppi við refsingu. Við krefjumst þess að þjóðfélagið refsi aðeins þeim og öllum þeim sem með saknæmum hætti hafa brotið gegn réttlátu Iagaákvæði. Refsing ríkisvaldsins er ekkert gamanmál. Til þess að réttlæta beitingu refsinga þarf að finna ástæðu sem með trúverðugum hætti getur sýnt fram á að með hana að leiðarljósi sé undir öllum kringumstæðum tryggt að refsingu verði beitt þannig að fullnægt sé kröfum okkar um réttlæti. Ymsar kenningar eru á lofti um réttlætingu refsingar og er efni þessarar greinar að kynna þær kenningar sem helst er haldið fram, skoða rök með þeim 353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.