Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 76
og dráttarvaxta í tilefni greiðsludráttar er almennt séð ekki háður því skilyrði,
að dráttur hafi varað í ákveðinn tíma eða haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér, sbr. athugasemdir við 9. gr. vxl. og 2. mgr. 49. gr. kpl.53 Þess er þó áður
getið, að réttur leigusala til dráttarvaxta af vangoldinni húsaleigu er háður því
skilyrði, að frestdagur samkvæmt 4. mgr. 33. gr. húsaleigul. sé liðinn, þ.e. liðnir
séu sjö sólarhringar frá gjalddaga. Hinu sama gegnir um 3. mgr. 9. gr. vxl., en
þar segir, að sé ekki samið um gjalddaga kröfu, er heimilt að reikna dráttarvexti,
þegar liðinn er einn mánuður frá því kröfuhafi sannanlega krafði skuldara um
greiðslu.
2.4.2 Verulegur greiðsludráttur
I 21. og 28. gr. kpl., sem fjallar um greiðsludrátt af hálfu seljanda og kaup-
anda í lausafjárkaupum, koma fram sjónarmið, sem almennt má leggja til
grundvallar við mat á því, hvenær vanefnd telst það veruleg, að hún heimili
riftun gagnkvæms samnings. Það, sem úrslitum ræður, er fyrst og fremst það,
hvort greiðsludrátturinn hefur haft veruleg áhrif á hagsmuni kröfuhafa, og hvort
skuldara hafi mátt vera það ljóst að svo yrði. Um mat á því, hvort greiðslu-
dráttur réttlæti riftun, sjá t. d. H 1982 222, H 1985 3 og H 1994 979. "
H 1982 222. L átti pantaðar þrjár bifreiðar hjá H. Viðurkennt var í málinu, að H gat
ekki afhent L bifreiðarnar fyrir 30. maí 1971, eins og L óskaði og ekki fyrr en 10.
júní 1971. Var L þá tilkynnt um, að bifreiðamar væru tilbúnar til afhendingar. Hæsti-
réttur taldi að L hefði ekki mátt skilja þá tilkynningu þannig, að þess væri krafist, að
hann vitjaði bifreiðanna og gerði skil á kaupverði þeirra þá þegar, sbr. 12. gr. laga nr.
39/1922. Því var ekki fallist á það með H, að heimilt hefði verið að rifta kaupunum
hinn 15. júní á grundvelli 28. gr. kpl., jafnvel þó að um verslunarkaup hafi verið að
ræða.
H 1994 979. í kaupsamningi um fasteign í milli aðila var kveðið á um greiðslu kaup-
verðs við undirskrift 1. maí 1993, auk yfirtöku veðskulda. Þá var þar skýrt ákvæði
um, að kaupin myndu ganga til baka, ef umsamin greiðsla 1. maí drægist fram yfir
tvo mánuði. Þar sem óumdeilt var að kaupandi innti þá greiðslu hvorki af hendi á til-
skildum tíma né síðar, og þar sem brigður voru ekki bornar á, að seljendur hefðu
staðið við sinn hluta samningsins, var talið, að lagaskilyrðum fyrir útburði væri full-
nægt, sbr. 78. gr. laga nr. 90/1989.
121. gr. kpl. er fjallað um drátt seljanda á því að afhenda söluhlut. Þar kemur
fram í 1. mgr., að kaupandi getur valið milli þess að rifta kaup eða heimta hlut-
inn af því tilefni. í 2. mgr. segir hins vegar, að hafi drátturinn haft lítil áhrif eða
53 Alþt. 1986, þskj. 564. í 1. mgr. 49. gr. kpl. kemur fram, að bjóðist seljandi til að bæta úr göllum,
sem em á seldum hlut, eða láta annan hlut ógallaðan í hans stað, þá verði kaupandi að sætta sig við
það, ef það verður gert, áður en sá frestur er úti, sem hann var skyldur til að bfða afhendingar (sbr.
21. gr.), enda sé það augljóst, að hann hafi engan kostnað eða óhagræði af þessu. í 2. mgr. 49. gr.
kemur síðan fram, að fyrirmæli 1. mgr. 49. gr. hafi engin áhrif á rétt kaupanda til skaðabóta.
328