Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 55
Lausnardagur er það tímamark, þegar skuldari á fyrst rétt á því að inna greiðslu sína af hendi og losna þannig frá skuldbindingu sinni. Neiti kröfuhafi þá að taka við greiðslunni eða efndir stranda með öðrum hætti á atvikum, sem hann varða, þegar lausnardagur er kominn, er um viðtökudrátt af hálfu kröfu- hafa að ræða. Því má segja, að lausnardagur sé það tímanlega skilyrði, sem þarf að vera til staðar, til þess að hægt séð að segja, að um viðtökudrátt sé að ræða. Akvörðun lausnardags getur haft þýðingu í ýmsu öðru samhengi. Þannig þarf t.d. lausnardagur aðalkröfu að vera kominn, svo hægt sé að krefjast skuldajafn- aðar. Fyrr er ekki hægt að þvinga aðalkröfuhafa til að taka við greiðslu, hvorki með beinni peningagreiðslu né heldur skuldajöfnuði.9 Oftast er það svo, að gjalddagi og lausnardagur er eitt og sama tímamarkið. Þó er hugsanlegt, að lausnardagur komi á undan gjalddaga, þ.e.a.s. að skuldara sé rétt og heimilt að losna undan skyldu sinni, áður en umsaminn gjalddagi er kominn. Slíka heimild hefur skuldari venjulega á grundvelli sérstaks samkomu- lags við kröfuhafa eða á grundvelli sérstakrar lagaheimildar. Skuldarinn getur þá fært gjalddagann fram, en það getur kröfuhafinn ekki.10 Sjá til athugunar ummæli héraðsdóms í H 1994 2858. Orðnotkun í lögum og réttarframkvæmd er ekki alltaf í samræmi við þær skilgreiningar, sem hér hafa verið nefndar. Þannig er mjög algengt, að hugtakið eindagi sé notað í merkingunni gjalddagi, og má sem dæmi nefna fyrirsögn 12. og 13. gr. kpl., sem er „Um eindaga samninga". í 19. og 20. gr. kpl. ræðir um gjalddaga, í 28. gr. að kaupverð sé ekki greitt í ákveðna tíð, í 31. gr. ræðir um eindaga kaupverðs, í 33. gr. um að söluhlutur sé ekki afhentur í ákveðna tíð, í 37. gr. að söluhlutur sé ekki afhentur á réttum tíma, í 38. gr. ræðir um gjalddaga og í 39.- 41. gr. um gjalddaga kaupverðs. Eru samkvæmt þessu hugtökin gjald- dagi og eindagi notuð jöfnum höndum í kpl. og án sjáanlegs merkingarmunar, þegar um greiðslu kaupverðsins er að ræða, en aftur á móti er hugtakið af- hendingartími notað, þegar um söluhlutinn er að ræða. í 36. gr. víxill. ræðir um gjalddaga víxils. Sjá einnig ummæli héraðsdóms í H 1994 2858. 2.2 Akvörðun gjalddaga í einstökum tilvikum 2.2.1 Skaðabætur utan samninga Krafa um skaðabætur utan samninga stofnast, þegar tjónsatburður verður. Krafan gjaldfellur í sjálfu sér þá, en skylda tjónvalds til þess að greiða alla kröfuna strax er hins vegar undir því komin, að unnt sé að gera tjónið upp. Tjón- þoli er þó almennt skyldur til að inna af hendi til tjónþola greiðslu upp í kröfu hans, þegar hægt er að staðreyna umfangs tjónsins að ákveðnu marki.11 Tjónþoli á rétt til vaxta af bótafjárhæðinni, og hefur sú regla lengi gilt hér á landi, að upphafstíma vaxta á skaðabótakröfur utan samninga beri að miða við 9 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 93. Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 45. 10 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls. 362. 11 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 94 og Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 46. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.