Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Fundarsókn á fræðafundum var á tíðum góð en datt niður á milli. Af funda-
gerðum verður ráðið að stjórnarmenn hafi ekki alltaf verið ánægðir með
fundarsóknina. í fundargerð frá fræðafundi 19. október 1961 koma fram þessar
hugleiðingar Guðmundar Ingva Sigurðssonar sem þá var ritari stjórnarinnar.
Það er áhyggjuefni góðum mönnum, hversu mjög lögfræðingar eru tómlátir um fundi
í félaginu. Það er engu likara en þeir verjist af alefli gegn því að auka þekkingu sína
með því að hlýða á merka fyrirlesara, enda ekki boðið upp á annað. Ef til vill lifa þeir
eftir því, sem í Biblíunni stendur: Sá, sem eykur þekkingu sína, eykur kvöl sína.
Óhætt er að segja að fyrirlestrahald og almennir fræðafundir hafi jafnan verið
stærsti hluti af starfsemi félagsins alveg frá því það var stofnað og raunar
meginuppistaðan í starfseminni frá því félagið hætti afskiptum af kjaramálum
og öðrum beinum hagsmunamálum lögfræðingastéttarinnar sem síðar verður
rakið. Hefur slíkum árlegum fyrirlestrum og fræðafundum farið fjölgandi alveg
frá því félagið var stofnað. A fyrstu starfsárunum voru slíkir fundir 3-4 á ári. Nú
hin síðustu ár hafa þeir verið 7-9 árlega. Fundir hafa verið misjafnlega vel sóttir
eins og gengur eftir þeim áhuga sem efni og fyrirlesarar vekja hverju sinni.
Segja má að áhyggjur þær sem fram koma í fundargerðinni frá 1961, og fyrr er
vitnað til, hafi þó fylgt stjórnarmönnum æ síðan.
Á árinu 1971 hófst nýr þáttur í starfsemi félagsins með því að haldið var
fyrsta málþing félagsins um fræðileg efni. Aðdragandi þess var sá að um nokk-
urt skeið hafði átt sér stað töluverð umræða um menntunarmál lögfræðinga.
Kom m.a. fram sú hugmynd að félagið þyrfti að beita sér fyrir framhaldsmennt-
Dr. Daniel Levin, lögmaður íNewYork, sem sést hér á tali við Þorvald G. Einarsson hdl.,
jlutti erindi á málþinginu 2. október 1998.
265