Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 96
3.6 Vinnusamningar Efndastaður vinnusamninga er yfirleitt hjá vinnuveitanda eða á atvinnustöð hans, nema um annað hafi verið samið. Flytji vinnuveitandi er starfsmaður því aðeins skyldur til að vinna á hinurn nýja vinnustað, að það valdi honum ekki verulegum óþægindum eða óhagræði að sækja vinnu á hinum nýja stað. Sem dæmi má nefna, að flytji fyrirtæki frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, verða starfsmenn að sæta slíkum breytingum, og vilji þeir ekki á þær fallast, geta þeir sagt upp starfi sínu. Breytingu sem þessa verður vinnuveitandi að tilkynna með hæfilegum fyrirvara, og ef það er ekki gert, er litið svo á, að starfsmenn séu ekki bundnir af uppsagnarfresti, heldur geti þeir sagt upp starfi sínu frá og með þeim tíma, sem fyrirtækið flytur.86 I 22. gr. hjúal. segir, að flytji húsbóndi búferlum, eftir að vistarsamningur er gerður, en áður en vistartími byrjar, 50 km burt frá þeim bústað hans, þar sem hjúið átt að fara í vist, eða úr sveit í kaupstað eða öfugt, er hjúinu ekki skylt að fara í vistina. Ef húsbóndi flytur af landi brott, skal hann ennfremur greiða hjúi kaup fyrir tvo rnánuði og að auki matarverð samkvæmt 29. gr. laganna, ef hann hefur ekki látið hjúið vita um flutninginn fjórum vikum hið skemmsta, áður en vistartími átti að byrja. Ef hjúið flytur í vistina allt að einu, er húsbóndinn skyld- ur til að standast þann sérstaka kostnað, sem það hefur haft í för með sér fyrir hjúið. Ef húsbóndi flytur búferlum, eftir að hjúið er komið í vistina, gilda sams konar ákvæði. Með sama hætti og starfsmaður er ekki talinn skyldur til að taka upp vinnu á nýjum vinnustað, þegar atvinnustarfsemin flytur lengri vegalengd, þarf starfs- maður heldur ekki að sæta því að honum sé vísað til starfa við fjarlægari deildir starfseminnar. Þá þarf starfsmaður heldur ekki að sæta því, að honum sé vísað til annarra starfa á vinnustað sínum en þeirra, sem hann var ráðinn til. Mat í þeim efnum getur á hinn bóginn verið örðugt. Sjá til athugunar um það efni H 1983 1707, sem veitir nokkra vísbendingu um, hver sjónarmið verða lögð til grundvallar í þeim efnurn. Deiluefni málsins var það, hvort háseta væri skylt að vinna á netaverkstæði útgerðar sinnar dagana 15.-21. nóvember 1978, en þá daga var hann vinnufær í landi. Skip það, sem hann var háseti á, var á veiðum frá 10.- 21. nóvember. Hafði hásetinn ekki farið út með skipinu vegna vinnuslyss, er það lét úr höfn. Samkvæmt ósk út- gerðarinnar hafði hásetinn talið sér skylt að mæta til vinnu á netaverkstæðinu, þegar hann var orðinn vinnufær samkvæmt læknisvottorð. Fór hann því þann 15. nóvember og kynnti sér vinnuaðstöðuna og hugðist mæta til vinnu næsta dag. í millitíðinni hafði hann hins vegar samband við forseta Sjómannasambands íslands, og eftir þær viðræður taldi starfsmaðurinn sér ekki skylt að taka þessari vinnu, þar sem hann væri ráðinn til sjós og ákvað að mæta ekki. Hásetinn taldi sig eiga rétt til slysalauna vegna allrar veiðiferðarinnar, enda þótt hann hefði aðeins verið óvinnufær samkvæmt 86 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 125. Arnniundur Backman og Gunnar Eydal: Vinnuréttur, bls. 115. 348
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.