Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 41
Þessi texti er einnig í formála landslaganna, en hann þarf fyrir þá sök ekki að vera eins konar staðlað orðalag án sérstakrar merkingar eða tilefnis. Eins og rakið er hér að framan hafa verið færð fyrir því gild rök að Grágás- artexti Staðarhólsbókar sé ritaður eftir 1271, jafnvel veturinn 1271-72. En þá er ósvarað þeirri spurningu hvers vegna lagt hafi verið í að skrifa þennan lagatexta og færa hann í jafnveglegan búning og raun ber vitni þegar ljóst mátti vera að hann myndi ekki gilda til frambúðar. Skýring Gunnars Karlssonar sem greint er frá hér að framan er allrar athygli verð, en þó ekki einhlít. Ef sá ókunni höfðingi sem lét skrifa Staðarhólsbók hefur álitið að staðar yrði numið við að lögleiða Þingfararbálk, tvo kapítula úr Erfðabálki og þegngildi sumarið 1271, en Grágásarlög héldu að öðru leyti gildi sínu er vandi að skýra hvers vegna hann færði Grágásartextann ekki til samræmis við nýja stjómar- hætti. Hvergi í textanum gætir áhrifa frá hinni nýju skipan landstjómarinnar né heldur öðmm þáttum hinnar nýju löggjafar. Þar er gert ráð fyrir goðum og goð- orðum þótt valdsmenn hafi leyst goða af hólmi svo sem mælt er í Þingfararbálki Járnsíðu. Þá er a.m.k. á tveimur stöðum rætt um fimmtardóm og fjórðungsdóma þótt í III. kap. Þingfararbálks Járnsíðu sé svo mælt að lögréttumenn dæmi. Hitt er sönnu nær að slíkur áhugamaður um lög og lagasetning sem Staðar- hólsbók ber vætti um hefur ekki haft ástæðu til að ætla að ekki yrði frekar hrófl- að við löggjöf Islendinga. Honum hlýtur að hafa verið ljóst að íslenzk löggjöf þurfti öll endurskoðunar við eftir þá gagngeru breytingu á stjórnskipan og rétt- arfari sem orðin var eftir Alþingi 1271 og konungsvaldið knúði á um breytingar eins og framlagning Járnsíðu sýndi. Auk þess má ætla að hann hafi haft spurnir af löggjafarstarfi því sem fram fór í Noregi með endurskoðun landslaganna. Osennilegt verður því að telja að hann hafi látið skrifa Grágásartextann í Staðarhólsbók sem lög er gilda ættu til frambúðar. 6. RITUN STAÐARHÓLSBÓKAR OG ENDURSKOÐUN LÖGGJAFAR Aður er vitnað til Jóns Sigurðssonar þar sem hann vekur athygli á því að varla hafi menn látið rita svo ágætt og vandað handrit eftir að lögin voru gengin úr gildi og Kristinn réttur og Jónsbók komin í staðinn, þannig að handritið gæti ekki verið yngra en frá 1280 ef tilgangurinn hafi verið sá að skrá lagatexta sem geymdi gildandi lög. Nú er þess að gæta að Jámsíða var endanlega lögtekin haustið 1273, þannig að Grágásarlög vom þá öll úr gildi gengin. Eftir það var ástæðulaust að skrá texta Grágásar sem landslög. Hins vegar var full ástæða til að skrá Jámsíðu á tímabilinu 1273-1280 meðan hún var gildandi lög í landinu. Jón Sigurðsson virðist ganga að því vísu að Grágásartexti Staðarhólsbókar hafi verið skráður sem gildandi lög.52 P.A. Munch telur að Grágásartexti Staðarhólsbókar hafi verið skráður eins og raun ber vitni í því skyni að þeir sem beittu sér fyrir lögfestingu Jámsíðu hefðu hin eldri lög jafnan við höndina og gætu vísað til þeirra auk þess sem Sturla 52 Jón Sigurðsson: Isl. fornbrs. /, 87. 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.