Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 107

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 107
ann sem varð. Ef öryggistilfinning borgaranna verður fyrir meiri skaða við rán en morð, þá ber að refsa harðar fyrir ránið samkvæmt henni. Fylgjendur kenningarinnar lenda einnig í vandræðum þegar um er að ræða atferli sem ekki veldur öðrum skaða. Brot gegn lagaákvæðum, sem hafa það markmið að vernda einstaklingana sjálfa fyrir eigin gjörðum, til dæmis brot gegn ákvæðum um fjárhættuspil, vændi, eiturlyfjanotkun og bílbelti, þar sem ekki er um fórnarlömb að ræða, yrðu að vera refsilaus. Með bótakenningunni er því ekki hægt að réttlæta refsingar þar sem íhaldssemi (conservativism) í laga- setningu er ríkjandi, öfugt við betrunarkenninguna sem hreinlega byggist á mannbætandi forsjárhyggju. Þar sem réttlæting refsingar ríkisvaldsins almennt þarf að geta verið óháð mismunandi stefnum í stjórnmálum og lagasetningu, ná þessar kenningar, þegar af þeirri ástæðu, ekki að réttlæta refsingu ríkisvaldsins með trúverðugum hætti. 5. ENDURGJALDSKENNINGAR Lögleg refsing þarf ekki að leiða til góðs frá langtímasjónarmiði til að vera réttlætanleg samkvæmt endurgjaldskenningunum. Brot á réttlátu lagaákvæði eitt og sér er nægileg ástæða til refsingar af hálfu ríkisins. Endurgjaldskenn- ingum má skipa í eftirtalda meginflokka. a. Makleg málagjöld (desert theory) Eina ástæðan, sem þarf til að réttlæta refsingu ríkisins, er að fólk eigi skilið að þjást í réttu hlutfalli við saknæmt atferli þess. Ríkið verður að refsa manni ef og aðeins ef fullvissa næst með réttlátum hætti fyrir því að hann eigi skilið að þjást vegna lögbrots sem hann ber ábyrgð á. b. Sanngirniskenning (fairness theory) Eina ástæðan, sem er nægileg til að réttlæta refsingu ríkisvaldsins, er sú að refsingin muni stuðla að endurreisn sanngjams jafnvægis milli byrða og gæða. Ríkið verður að refsa manni ef og aðeins ef fullvissa er fengin með réttlátum hætti fyrir því að hann hafi með saknæmum hætti brotið gegn rétt- látu lagaákvæði og hafi með því sýnt löghlýðnum samborgurum sínum ósanngirni. c. Virðingarkenning (respect theory) Eina ástæðan, sem er nægileg til að réttlæta refsingu ríkisins, er sú að ef ekki væri refsað færi ríkið ekki með þegna sína sem jafnverðmæta skynsama ein- staklinga. Ríkið verður að refsa manni ef og aðeins ef það er besta leiðin fyrir þjóðfélagið til að fara með brotamenn sem skynsama aðila, til að fordæma virðingarlausa framkomu brotamanna eða til að sýna brotaþolum virðingu. d. Aga- eða uppeldisstefna (censure theory) Eina ástæðan, sem þarf til að réttlæta refsingu ríkisins, er að þjóðfélagið 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.