Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 36
í sögu Guðmundar Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson sem álitið er að rituð sé um miðja 14. öld segir þetta: Um kveldið sezt Þórður á einn þverpall, og kallar til sín son sinn, er Sturla hét, er síðan varð riddari Magnúsar konungs Hákonarsonar, og lögmaður, og með hans ráði og tillögu skrifaði konungurinn fyrstu lögbók til Islands síðan landið gekk undir konungs vald; kom með þessa bók út herra Þorvarður Þórarinsson í Austfjörðum og stóð hún í 15 ár, þar til er oftnefndur Magnús konungur skrifaði aðra bók eftir tillögu herra Jóns Einarssonar, heftr sú staðið síðan með ýmisligum réttarbótum konunganna tillögðum. '8 Ef saman er dregið í stuttu máli það sem ráða má af heimildum var sumarið 1271 játað Þingfararbálki, tveimur kapítulum úr erfðabálki, nánar tiltekið um festarkonu böm og um arfleiðing og svo þegngildi um allt land. Sumarið 1272 er öll bókin lögleidd nema erfðabálkur utan þá tvo kapítula sem áður höfðu verið samþykktir. Loks var erfðabálki játað að Marteinsmessu 1273, nánar til- tekið 11. nóvember, samkvæmt núgildandi tímatali.39 38 Biskupa sögur II, bls. 162. Sturlu þáttur var einungis í Reykjarfjarðarbók sem er annað meginhandrit Sturlunga sögu frá miðöldum, talið ritað á ofanverðri 14. öld og er yngri gerð Sturlunga sögu. Handritið er einungis til í brotum, en meðan það var heilt skrifaði Bjöm Jónsson á Skarðsá það upp fyrir Þorlák biskup Skúlason á Hólum um 1635. Eftinit Bjöms er glatað, en frá því eru mnnin pappírshandrit, misjöfn að gæðum og í þeim handritum hefur Sturlu þáttur varð- veitzt. Stefán Karlsson: „Ritun Reykjarfjarðarbókar", bls. 130. Jón Jóhannesson: „Um Sturlunga sögu“, bls. xlviii-xlix. Sturlunga saga (1988). „Skýringar og fræði, Inngangur", bls. xci o.áfr. Frá- sögnin af því þegar Sturla kom út með Járnsíðu kemur í Reykjarfjarðarbók næst á eftir því að sagt er frá dauða Þórðar Andréssonar, en Gizur Þorvaldsson lét taka hann af lífi 1264, sbr. Sturlunga sögu II (1988), bls. 768. Af því drógu menn áður þá ályktun að Jámsíða hefði verið lögtekin árið 1265 og þóttust finna stuðning í framangreindri tilvitnun í Guðmundar sögu eftir Amgnm Brands- son ábóta. Páll lögmaður Vídalín var þessarar skoðunar, sbr. Skýringar yfir fornyrði lögbókar, bls. 15-16. Hins vegar taldi Þórður Sveinbjömsson yfirdómari að Jámsíða hefði verið send til íslands 1265, en ekki náð samþykki; síðan hafi hún verið samþykkt endurbætt 1271, sbr. „Historicum in origines et fata legis Jamsidae seu libri Haconis tentamen", Járnsíða (1847), bls. X-XIV. Sama skoðun birtist hjá P.A. Munch, sbr. Det norske folks historie IV. 1, bls. 619 og Sveini Skúlasyni, sbr. „Ævi Sturlu lögmanns Þórðarsonar", bls. 582. Jón Sigurðsson hefur sýnt fram á að þetta fær ekki staðizt, sbr. „Lögsögumanna tal og lögmanna á íslandi", bls. 37-39. Sjá einnig Jón Jóhann- esson: „Um Sturlunga sögu“, bls. xlviii-xlix. 39 Athygli vekur að þessi samþykkt er gerð í byrjun vetrar utan venjulegs þingtíma samkvæmt þjóðveldislögum og í ósamræmi við ákvæði Þingfararbálks Jámsíðu. Sýnir þetta að hin gamla stjórnskipan hefur verið úr gildi fallin og raunar líklegt að talsverð óregla hafi verið komin á þing- hald undir lok þjóðveldis, en hin nýja skipan ekki komin til framkvæmdar. Hins vegar er á það að líta að í Grágás er við það miðað að þurfamannatíund skuli goldin og komin í hendur viðtakanda fyrir Marteinsmessu - 11. nóvember, Grágás Ib, 208, II, 50, III, 47. Sami eindagi er mæltur í loistinrétti Áma biskups Þorlákssonar, 21. kap., Norges gamle love V, bls. 35. Um greiðslustað er miðað við vistfesti á Marteinsmessu ef ekki er vitað um vist manns á öðmm gjalddaga sem nánar ertiltekinn, sbr. Grágás Ib, 215, 228-29, II, 48, 62, III, 53. Sjá einnig Grágás (1992), bls. 38 og 45. Vel má vera að við afhendingu þurfamannatíundar hafi hreppsbændur komið saman til að ráða fram úr brýnum málum, ekki sízt þeim er lutu að framfærslumálum, en þau hvfldu löngum þungt á hreppunum. Á slíkum mannfundum var hagkvæmt að játa þeim köflum Jámsíðu sem enn höfðu ekki verið samþykktir, úr því að það var ekki gert á Alþingi. 288
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.