Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 67
lengri tíma, getur reynt á ýmis sérsjónarmið varðandi heimildir kröfuhafa til að
beita vanefndaúrræðum.
I skuldbindingum af því tagi, sem hér voru nefndar, t.d. lánssamningum, sem
gerðir eru til lengri tíma, veðskuldabréfum og réttarsáttum, eru oftar en ekki
ákvæði þess efnis, að falli ein afborgun (greiðsla) og vextir í gjalddaga án
greiðslu, sé öll skuldin í gjalddaga fallin án fyrirvara og uppsagnar, eða heimilt
sé að líta svo á. Eru slík ákvæði á stundum nefnd „clausula cassatoria", og að
baki þeim býr það sjónarmið, að vanskil með greiðslu einnar afborgunar veiti
skuldara ástæðu til að óttast, að skuldari sé slæmur greiðandi og að slíkan
greiðsludrátt geti oftar að höndum borið, hvort heldur sem þar er um að kenna
vilja- eða getuleysi skuldara til að greiða. Má segja, að til grundvallar liggi að
nokkru sjónarmið um fyrirsjáanlega vanefnd skuldara.
Ákvæði af því tagi, sem hér voru nefnd um gjaldfellingu eða eindögun
skuldar, eru það algeng, t.d. í veðskuldabréfum, að í fræðiskoðunum hefur verið
litið svo á, að gjaldfelling allra eftirstöðva sé ekki heimil, ef ákvæði þess efnis
skortir í veðskuldabréf eða samning aðila. Verði kröfuhafi í slíkum tilvikum að
látatsér nægja að krefjast greiðslu á því, sem gjaldfallið er, ásamt vöxtum og
kostnaði.45 Sýnist það eiga sér nokkra stoð í dómaframkvæmd, sbr. til athug-
unar um það efni H 1985 1284. Þá er sú regla og talin gilda, að vanskil með
greiðslur á einu láni í millum aðila, hafi ekki áhrif á önnur lán í millum sömu
aðila, sbr. H 1981 26, nema þau lán hafi sérstök ákvæði þar að lútandi. Sjá til
athugunar ummæli í H 1985 21.
f H 1981 26 hagaði þannig til, að gjalddagi afborgunar af skuldabréfi var 1. nóv-
ember 1977. Skuldari fékk greiðslukröfu frá banka 6. eða 7. nóvember og fór í bank-
ann 11. eða 12. nóvember, en þá hafði bréfið verið tekið úr bankanum daginn áður.
Kröfuhafi tilkynnti um gjaldfellingu skuldabréfsins með bréfi 16. nóvember og
krafðist þá jafnframt greiðslu annarrar kröfu. Skuldari bauð eftir það fram gjaldfallna
afborgun skuldabréfsins, en kröfuhafi neitaði viðtöku hennar, nema umrædd krafa
væri einnig greidd. Skuldari geymslugreiddi eftir það 23. desember 1977 gjaldfallna
afborgun skuldabréfsins. f dómi Hæstaréttar var talið, að gjaldfelling 16. nóvember
hefði ekki verið heimil, og hvorki þá né síðar hafi kröfuhafi mátt tengja greiðslur af
skuldabréfinu við greiðslu annarrar kröfu. Óumdeilt greiðslutilboð skuldara í nóv-
ember leiddi til viðtökudráttar af hálfu kröfuhafa, sem stóð allt þar til geymslugreitt
var. Því var ekki talið, að greiðsluvanskil hefðu verið slík, að gjaldfelling hefði verið
heimil.
í H 1985 21 hafði skuldari gefið út mörg skuldabréf til handhafa fyrir einni og sömu
skuldinni, og var hvert bréfanna með einum gjalddaga. Vextir skyldu greiðast af öll-
um bréfunum árlega. Gjalddagi íyrsta bréfsins var 1. september 1981, og þá gjald-
féllu fyrstu vaxtagreiðslur. Skuldara var kunnugt um greiðslustað, en vanskil urðu
eigi að síður. í dómi Hæstaréttar sagði m.a., að veðskuldabréfin væru ekki afborg-
45 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 107. Sjá Ufr. 1969 894, Ufr. 1915 461 og Ufr. 1911
1009.
319