Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 89

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 89
auðvelt að koma þeim til greiðslustaðarins. Greiðsla getur farist af tilviljunar- kenndum ástæðum á leiðinni til greiðslustaðarins, og það getur reynst erfitt að útvega flutningstæki í tæka tíð, en tafir, sem verða á leiðinni til afhendingar- staðarins eru hins vegar almennt á áhættu og ábyrgð skuldara. Lausafé, skjöl og peninga er yfirleitt hægt að senda hvert á land sem er og jafnvel erlendis, en sending greiðslu getur eigi að síður tekið ákveðinn tíma, og verið erfiðleikum bundin. Þá geta lagaleg atriði eins og inn- og útflutningstakmarkanir ásamt hömlum á gjaldeyrisyfirfærslum valdið því, að örðugt reynist að koma greiðslu tímanlega á réttan stað. Kostnaður er því oft samfara að koma greiðslu til greiðslustaðar, t.d. flutn- ingskostnaður, vátryggingar og tollar, sem greiða þarf. Skuldari, t.d. seljandi í lausafjárkaupum, greiðir sendingarkostnað til afhendingarstaðar, en kröfuhafi ber sendingarkostnað, ef senda þarf söluhlut áfram frá afhendingarstað.71 Af þessu leiðir, að greiðslustaður getur augljóslega haft þýðingu við verðlagningu söluhlutar. Þá ber skuldari áhættuna af því, ef greiðsla ferst eða skemmist, þar til hún er komin til afhendingarstaðar, en kröfuhafi ber áhættuna eftir það. Greiðslustaður getur haft þýðingu varðandi það, í hvers lands mynt greiða skal skuldbindingu. Þannig segir í 1. mgr. 41. gr. víxill., að hljóði víxill um greiðslu í mynt, sem ekki er gjaldgeng á greiðslustaðnum, má greiða víxilfjár- hæðina í mynt þeirri, sem gjaldgeng er á greiðslustaðnum, eftir gengi hennar á gjalddaga. Greiði víxilskuldari ekki á réttum tíma, getur víxilhafi krafist þess, að víxilfjárhæðin sé greidd í mynt gjaldgengri á greiðslustaðnum, hvort heldur sem hann vill eftir gengi hennar á gjalddaga eða greiðsludegi. Sjá einnig 36. gr. tékkal. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er heimilt að sækja mál til efnda á eða lausnar undan löggemingi eða vegna vanefnda eða rofa á löggemingi í þeirri þinghá, þar sem átti að efna hann eftir hljóðan hans, tilætlan eða réttarreglum. Víxilmál og tékka má sækja í þeirri þinghá, þar sem er greiðslustaður víxilsins eða tékkans. í 38. gr. kemur fram, að mál til greiðslu vinnulauna má sækja í þeirri þinghá, þar sem vinnan var innt af hendi eða í einhverri þeirra, hafi verið víðar unnið.72 I sérlögum, sem gilda um ákveðnar samningstegundir, er oft að finna frávíkj- anleg ákvæði um greiðslustað, sbr. ákvæði 9.-11. gr. kpl. I 2. mgr. 33. gr. húsaleigul. segir, að húsaleigu og annað endurgjald, sem leigjanda beri að greiða, skuli greiða á umsömdum stað, en annars á heimili leigusala, vinnustað hans eða öðrum þeim stað, sem hann tiltekur innan lands. 71 Sjá t.d. H 1948 535. A, sem hafði útskipunarstarfsemi á hendi, krafðist útskipunargjalds af B, sem sent hafði fisk með tilteknu skipi til útlanda. Taldi B sér ekki skylt að greiða gjald þetta, þar sem hann hefði flutt fiskinn að skipshlið. Þar sem B átti að skila fiskinum á skipsfjöl, sbr. 62. gr. kpl., og hann hafði ekki fært fram nein rök fyrir því, að hann samkvæmt venju eða af öðrum ástæðum ætti að vera undaþeginn greiðslu útskipunargjalds, þá var krafa A tekin til greina. 341
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.