Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 5
Inngangur.
Fræðigrein sú, sem lýtur að sálmakveðskap, sögu sálma
og sálmaskálda, er með öðrum þjóðum kölluð hymnologia
og er ein grein bókmenntasögu; er það heiti dregið af grísku
orði vi.ivog (á latinu hymnus), er táknar lolsöng (lolkvæði)
í guðsþjónustu (sálm). Ekki telst hér lil sálmasöngur, saga
eða rannsóknir í þeirri grein; það er sérgrein í sögu lista.
En náskylt er þetta, enda svo samgróið með oss íslending-
um og ílestum þjóðum, að hentast er að taka hvort tveggja
saman í senn; er og svo gert hér.
Saga sálmakveðskapar og kirkjusöngs er jafngömul þessari
grein kveðskapar og söngs. I3ó er það einkum á 19. öld, að
menn laka að sinna þessum fræðum af alhuga, eins og öðr-
um fornum minjum almennt; fyrst á öndverðri 19. öld verða
sálmarannsóknir sérgrein í sögu bókmennta. Margir merkir
fræðimenn og rithöfundar hafa sinnt þessum fræðum á síð-
ari tímum, sumir að ævistarfi. I3eir einir verða þó greindir
hér, sem oss standa næslir, hinir helztu, og leila verður til
jafnan, er menn hyggja að grafast fyrir rætur ljóða og söngs
til guðsþjónustu í krislnum sið, einkum lútherskum, hér á
landi. Stíkir menn eru flestir með Þjóðverjum og fáeinir
með Norðurlandaþjóðum.
Þessir hafa helzlir verið fræðimenn i þessari grein með
Þjóðverjum, er nú skulu nefndir og þelta rit slyðst við að
einhverju leyti. — Hermann Adalhert Daniel (f. 1812, d. 1871)
var kunnur guðfræðingur og landfræðingur, lengstum pró-
fessor í guðfræðum í Halle — Franz Jósep Mone (f. 1796, d.
1871) var frægur sagnfræðingur og fornfræðingur, lengslum
þjóðskjalavörður i Heidelberg; hann hefir ritað niargt um
sögu og bókmenntir. Báðir þessir höfundar koma hér við,
að því leyli, að þeir hafa rannsakað fornan latínskan kirkju-
kveðskap, og eru hin helztu rit þeirra í þessari grein : The-
saurus hymnologicus frá hendi Daniels (5 bindi, 1841—56),
l