Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 195
195
(»Glaser« (glersmiður) er í dönsku þýðingunni ,Konstermand‘,
en í islenzku ,einn meistaramann1 2 3 4). Þýðingin er nákvæm og
í betra lagi, gallalaus um rim. Upphaf:
Adams var fyrst efni af mold, syndin líflnu svifti af mér,
að moldu verður mitt líka hold; mín sálarhuggun Christus er.
Lagboði: »1 blæju [eg] einni er byrgður í mold«.
321. Vakna og vel þín gœtir.
Sb. 1589, bl. ccxxv— ccxxvj; sb. 1619, bl. 244—5; sb. 1671, bl. 308—9.
— Lagið er í sb. 1589.
Sálmurinn er eftir Christian Adolph Neuslátter (Nystaden-
sis), sem orkt hefir margt sálma, en er ella ókunnur (uppi
um 1542), »Wacht auf, ihr Christen alle, | Wacht auf mit
grossem Fleiss«. Var sálmurinn í öndverðu 6 erindi, en aukið
við hann 3 erindum, og þó misjafnlega'), en öll eru erindin
(9) þýdd hér, líklega eftir hinni dönsku þýðingu í sb. HTh.
(bl. 350—2). Marteinn byskup hafði áður þýtt sálm þenna í
sinni upphaflegu mynd, 0 erindi (7. sálmur í kveri hans).
Þýðingin er nákvæm og þróttmikil, en ekki ógölluð um rím.
Upphafserindið er undir laginu (nr. 131).
Lagið er eitt þeirra afbrigða, sem fylgdu sálminum í þýzk-
um sb.2) (svipað afbrigði í sb. HTh.), skylt laginu við sálm-
inn: »Herra himins og landa« (sjá 204. sálm), enda er sá
sálmur lagboði í sb. 1619, en i sb. 1671 er lagboði: »Einn
herra eg bezt ætti«.
322. Ætíð sé öllum kristnum kátt.
Sb. 1589, bl. ccxxvj—ccxxvij; sb. 1619, bl. 245—6; sb. 1671, bl. 309—10.
Sálmurinn, 18 erindi, er eftir Erasmus Alberus, »Ihr lieben
Christen, freut euch nun«.s) Dönsk þýðing er í sb. HTh. (bl.
362—4), »1 fromme Kristne, værer kön«. Þýðingin er nákvæm,
erindi til erindis, í betra lagi, nálega ógölluð að rimi. Upphaf:
Ætíð sé öllum kristnum kátt, sá bróðir vor er að holdsins hált (!),
eingetinn son guðs birtist brátt, herra Jesús með tign og mátt.
Lagboði: »Aurora lucis« (sb. 1589), »AUfagurt ljós oss birt-
ist brátt« (hinar), og er sama lag.
323. Krists er koma fgrir höndum.
Sb. 1589, bl. ccxxvij —ccxxviij; sb. 1619, bl. 246; gr. 1594 og allir gr.
síðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1619, gr. 1594 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 4 erindi, er eftir Jóhann Freder, »Christus Zu-
kunft ist vorhanden«.4) Þýðingin þræðir frumsálminn, erindi
1) Wackernagel bls. 569; Fischer II. bls. 319—20.
2) Zahn III. bls. 392—3.
3) Wackernagel bls. 218—19.
4) Wackernagel bls. 242.
T