Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 142
142
»Salige ere alle i Guds Frygt staa« (sem er 8 er., en þ^'ðandi
hefir fellt úr 7. er.), en hann er aftur orktur upp úr sálmi
Lúthers, út af 128. sálmi Daviðs, »Wohl dem der in Gottes
Furcht stehta.1) Þessi sálmur er óbreyttur i Daviðssálmum
síra Jóns Þorsteinssonar. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 79).
í gr. og s-msb. 1742 er lagboði: »Iíom andi heilagi«,
enda hefir einmitt í gr. 1607 og siðan verið tekið lagið frá
þessum sálmi í sb. og sett við þann sálm (sbr. 337. sálm).
í sb. HTh. (bl. 196—7) og gr. NJesp. (bls. 442—3) er sama
lagið við sálminn: »Hvo som vil salig udi Verden leve«.
Ætla menn, að lagið sé að uppruna bæheimskt, en var brátt
á 16. öld tekið upp í þýzkar sb. við ýmsa sálma.2 3) Það hélzt
i islenzkum kirkjusöng (pr. í ASærn. Leiðarv., bls. 48, PG.
1861, bls. 67).
172. Kristins það eilt mun manns.
Sb. 1589, bl. cxvj—cxvij; sb. 1619, bl. 125—6; sb. 1671, bl. 133; sb.
JÁ. 1742, bls. 255—6; sb. 1746, bls. 255-6; sb. 1751, bls. 375-6.
Sálmurinn er 9 erindi og orktur af Pétri byskupi Palladius
(f. 1503, d. 1560), út af 128. sálmi Davíðs, »Hvo som vil
salig udi Verden leve«, en hann hefir haft til fyrirmyndar
sálm Lúthers, »Willst du vor Gott, mein lieber Christ«, er
fyrr meir var löngum eignaður Jóhanni Hus.8) Er þessi hin
islenzka þýðing snjallari miklu (eykur t. d. rimi i miðjum
ljóðlinum) og smekkvislegri en sálmur Péturs byskups Palla-
diuss, sem við er að búast. Áður hafði Marteinn byskup
þýtt sálm þenna (11. sálmur i kveri hans), en ekki hefir sú
þýðing verið notuð hér. Upphaf:
Kristins það eitt mun manns mest auðlegð vera
og lífi hryggvu hans helzt blezan bera.
Lagboði er sami sem við næsta sálm á undan.
173. Hver sem guð ótlast, sœll er sá.
Sb. 1589, bl. cxvij; sb. 1619, bl. 125—6.
Sálmurinn, 5 erindi -j- 1 lofgerðarvers (1. gloria), er orkt-
ur af Lúther, út af 128. sálmi Daviðs, »Wohl dem, der in
Gottes Furcht steht«.4) Þýðingin þræðir frumsálminn, erindi
til erindis, er i snjallara lagi og nálega ógölluð um rím, þólt
ekki yrði langlíf. Upphaf:
1) Wackernagel bls. 136—7; Tucher I. bls. 173; Bruun I. bls. 168.
2) Tucher II. bls. 2, sbr. 333.
3) Skaar I. bls. 496—8.
4) Wackernagel bls. 136—7; Tucher I. bls. 173.