Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 104
104
fljóta, af því að hún hafi verið orðin almenn í kirkjusöng
og vegna lagsins.
Lagið fylgdi sálminum frá öndverðu i þýzkum sb.1 2 3) Það
er og i sb. HTh., bl. 101, og gr. NJesp., bls. 10 (og er þar
sálmurinn sekvenzía, eins og i íslenzkum gr.). Lagið lifði þýð-
inguna hér á landi (pr. i ASæm. Leiðarv., bls. 57, PG. 1861,
bls. 81).
86. Heilagan anda áköllum nú.
Sb. 1589, bl. Ix; sb. 1619, bl. 59; sb. 1671, bl. 64; sb. JÁ. 1742, bls.
178; sb. 1746, bls. 178; sb. 1751, bls. 296—7; gr. 1607 (í viðauka) og allir
gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn, 4 erindi, er þýðing á sama sálmi Lúthers’)
sem 85. sálmur, og er hún furðu-snjöll, þótt ekki sé alveg
laus við rímgalla. Er hún hinni næsta ólik. Upphaf er svo:
Heilagan anda áköllum nú Nun bitten wir den heiligen Geist
og biðjum hann helzt um rétta trú, um den rechten Glaub allermeist^
að verndi oss og geymi um ævi vora dass er uns behixte an unserm Ende,
og úr aumum heimi í friði láta fara. wann wir heimfahrn aus diesem
Kyrieeleison. Kyrieleis. [Elende.
Lagboði (þar sem nefndur er) er næsti sálmur á undan (85.).
Hér næst er (sb. 1589; sb. 1619; gr. 1721 og allir gr. síðan;
s-msb. 1742) sekvenzia, »Kom, guð helgi andi hér«, þýðing
á gamalli latínskri sekvenzíu, »Veni, sancte spiritus, | et emitte
coelitus« o. s. frv. (hin latinsku erindi eru prentuð með nótun-
um í gr. 1594—1711), eftir Hróbjart Frakkakonung (d. 1031).“)
Lagið mun fornt að stofni.4) Það er í sb. HTh. (bl. 103) og
gr. NJesp. (bls. 254).
Síðan kemur (sb. 1589; sb. 1619; gr. 1721 og allir gr. siðan;
s-msb. 1742) »Kyrie, guð faðir sannur«. Er hér um að ræða
einn hluta úr hinni fornu kaþólsku messu, er kallaður var
»kyrie« og hófst næst á eftir messuupphafi (introitus). Er
það nafn dregið af gríska orðinu xvqios (þ. e. drottinn), sem
kemur fram í »kyrie eleison« (drottinn miskunna þú [oss];
af sömu rót er orðið kirkja runnið (xvqiov olyJa, drottins hús);
,Kyrjall‘ var bók kölluð i fornri íslenzkri kirkjuþjónustu, sú
er hafði að geyma kyrjur og lög við þær. Af þessum rótum
mun og runnið sagnorðið »kyrja«, sem enn tíðkast í íslenzku
(þ. e. syngja eða flytja fram hátt, og bendir það á, að ekki
hafi verið leift af kröftunum, er kyrjur voru fluttar). Með
1) Zahn I. bls. 546; sbr. Tucher II. bls. 362—3.
2) Wackernagel bls. 143—4; Tucher I. bls. 198.
3) Koch I. bls. 100; Wackernagel bls. 18.j
4) Sbr. Zahn I. bls. 14.