Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 42
42
bj'skup lagði, bjuggu síðan messusöngsbækur vorar, þótl dregið
væri úr hinum latinska tíðasöng í gr. 1691 og aftur 1721;
þangað er því að rekja bæði safnaðarsöng og tiðasöng fram
á 19. öld, þó að síðasta útgáfa gr. kæmi út 1779.J)
Sjálfur tíðasöngurinn fellur fyrir utan svið þessa rits, enda
yrði það alllangt mál að rekja. Að eins til yfirlits skal hér
samhengis vegna drepið fám orðum á upprunann. Niels
byskup .Tespersen hatði gefið út messusöngsbók (graduale)
handa Dönum árið 1573, og hvílist hún að mestu á kaþólsk-
um stoðum (cantus Gregorianus). Páll Sjálandshyskup Madsen
sendi Guðbrandi byskupi þá bók að gjöf, enda þakkar hann
honum það í bréfi 1574.1 2) Talið hefir verið, að Guðbrandur
byskup hafi i gr. sínum stuðzt við gr. Niels Jespersens, og
er það alveg rétt. Við samanburð reynist svo, bæði i gr.
1594 og 1607, að gr. Niels Jespersens hefir verið höfuð-
sluðningsrit Guðbrands um tíðasönginn, þótt hann sleppi
sumu úr. Fátt eitt (2—3 dæmi eða svo) er tekið úr sb. HTh.,
og heyra þau ekki til eiginleguin tiðasöng. En Guðbrandur
byskup hefir einnig tekið upp söngnótur i gr., þær sem ekki
eru í gr. Niels Jespersens eða afbrigði eru i. Þar á meðal
eru fáein hrein sálmalög, og er það auðskiijanlegt og skýrist
af því, sem áður er sagt. En þar eru einnig söngnótur í
hreinum tíðasöng, sem ekki eru í gr. NJesp. eða sumar með
afbrigðum. Má hér til nefna 4 haleluja (auk 1 með afbr.),
2 prefazíur, 1 sekvenzíu og 1 kyrie. Vart getur vafi leikið á
því, hvaðan Guðbrandur byskup hefir tekið þetta. Það virð-
ist einsætt, að það sé tekið úr eldri islenzkum söngbókum,
eins og ætla má um sum sálmalögin. Áður en skilizt er við
þetta efni, skal þess getið til marks um athuga og natni
Guðbrands byskups, að til er í handriti söngbók, antipho-
narium (eða antiphonale) Holense, nú varðveilt i þjóðskjala-
1) Útgáfur gr. eru þessar: 1. útg. Hól. 1594, 2. útg. Hól. 1607, 3. útg.
Hól. 1623, 4. útg. Hól. 1649 (eftir titilbl., en aö bókarlokum stendur
1650), 5. útg. Hól. 1679, 6. útg. Skálh. 1691, 7. útg. Skálh. 1697, 8. úlg.
Hól. 1711, 9. útg, Hól. 1721, 10. útg. Hól. 1723, 11. útg. Hól. 1730, 12.
útg. Hól. 1732, 13. útg. Hól. 1739, 14. útg. Hól. 1747, 15. útg. Hól. 1749,
16. útg. Hól. 1755, 17. útg, Hól. 1765, 18. útg. Hól. 1773, 19. útg. Hól.
1779. — Auk þessa var reynt að steypa saman sb. og gr. í eitt ásamt
handbók presta og prentað þannig á Hólum 1742, svo að margt lag-
anna var fellt niður; en ekki varð bók sú vinsælli en svo, að kölluð
var ,Prestavilla‘, og kom hún ekki út oftar.
2) GP. Brb. I. bls. 79.