Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 26
26
þókt of góðar til þess að vera eftir Ólaf byskup. Um 3. sálm-
inn, sem Finnur byskup nefnir (Gbr. 115), virðist aftur í
móti allt standa heima, þegar frá er skilið upphafserindið.
Það sýnist því svo sem Finnur byskup hafi hér að nokkuru
leyti ruglað saman sálmum þeirra byskupanna, Gísla og
Ólafs. Hitt má telja vafalaust, að til hafi verið sálmakver eða
söngbók, sem oft er svo nefnd, gefin út af Ólafi byskupi
(sbr. það, sem bráðlega segir um kirkjusöng, sbr. og enn
fremur kbr. 29. apríl 1585). Það gæti verið rannsóknarefni,
hverjir þeirra sálma, er þar voru, hafi verið teknir upp i sb.
Guðbrands byskups. Er lítils háttar vikið að þvi siðar í þessu
riti (sbr. nafnaskrárnar). Má það fyrst og fremst víst telja,
að hvarvetna þar, er sálmar eru kallaðir lagfærðir (»emen-
deraðir« o. s. frv.) i sb. Guðbrands byskups, þeir er ekki
finnast í Marteinssálmum né Gislakveri, þá séu þeir úr þess-
ari söngbók ólafs byskups. I annan stað er stundum í fyrir-
sögn sálma Guðbrands annað upphaf en í sjálfum sálmin-
um; þó er þar við að athuga, að sum geta verið orðrétt
úr þeirri tungu (þýzku eða dönsku), sem sálmurinn var
úr þýddur. í þriðja lagi koma fyrir lagboðar, sem ekki finn-
ast i sb. Guðbrands byskups og geta vart verið annað sóklir
en í söngbók ólafs byskups. Loks geta sum lög þau i sb.
Guðbrands byskups, sem ekki verða fundin i útlendum söng-
bókum fyrr eða samtímis, þókt benda til þess, að þau, ásamt
sálmunum (sumum hverjum að minnsta kosti), séu komin
úr sama stað.
En þá er að athuga, hvað vitað verður um kirkjusöng á
þessum tíma.
Leifar nokkurar finnast messubóka og söngbóka úr ka-
þólskum sið í handritasöfnum, og hefir sumt af því verið
kannað (Bjarni Þorsteinsson: Islenzk þjóðlög). Er að sjálf-
sögðu margt þar sameiginlegt slíkum bókum annarra þjóða.
Yarðar oss og ekki slik rannsókn i þessu rili. Að eins eitt
slíkt rit þykir þörf að staldra við hér, og er það þó glatað
og að eins tvö blöð til úr því, svo að kunnugt sé (í bók-
hlöðu konungs i Stokkhólmi). Petta rit er Breviarium (eða
Missionale) Holense, sem Jón byskup Arason lét prenta á
Hólum 1534 eða 1535. Svo er að ráða af ummælum eins
höfundar, Grunnavíkur-Jóns, sem handleikið hafði þessa
bók, að hún hafi haft að geyma söngnótur.1) Ef svo er, hetir
1) Sbr. PEÓl. I. bls. 405-6 og 401.