Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 116
116
blessun á 1,—3. sd. e. Trin.) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið
er i sb. 1619 og í öllum gr.
Þetta er þýðing (12 erindi) á dönskum boðorðasálmi, »Gud
Fader udi Himmerig«, sem Danir sjálfir telja frumkveðinn
á dönsku og eigna Cl. Mortensön.1) Er hvort öðru samboðið,
og þýðingin þó öllu lélegri frumsálminum. Má það stakt
kalla, að af mörgum erindum skuli að eins eitt (hið síðasta)
erindi vera ógallað um lokarim, jafneinfaldur sem háttur-
inn er. Þetta og enn hitt, að Guðbrandur hyskup tekur ekki
upp þýðing Marteins byskups á sama sálmi, »SjáIfur guð
fyrir sérlegt ráð« (25. sálmur í kveri hans), bendir til þess,
að hér sé um eldri þýðing að ræða og þá úr söngbók ólafs
byskups Hjaltasonar, enda stendur hann lagboðalaus, eins
og alkunnur sé, í sb. 1589. En þótt sálmurinn væri aumur,
varð hann samt langlifur, var í sb. 1801—66 (nr. 137), litið
breyttur. Upphaf er sýnt undir laginu (nr. 54).
Lagið var með sálminum í sb. HTh. (bl. ltl—12) og gr.
NJesp. (bls. 290—2); það hélzt lengi i íslenzkum kirkjusöng
(pr. i ASæm. Leiðarv., bls. 39, PG. 1861, bls. 45).
113. Allir irúaðir, heyrið hér.
Sb. 1589, bl. lxxvij; sb. 1619, bl. 85-6; sb. 1671, bl. 107-8; sb. JÁ.
1742, bls. 205—7; sb. 1746, bls. 205—7; sb. 1751, bls. 324—5.
Þetta er boðorðasálmur, 13 erindi + 1 lofgerðarvers, frum-
orktur á lágþýzku, »Horth tho, gy löuigen all gelick« (þ. e.
»Hört zu, ihr gláubigen, alle gleich«), eftir ókunnan höfund.2)
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, í liðugra lagi og galla
minnsta um lokarím. Upphafserindi eru svo:
Allir trúaöir, heyrið bér,
himneska guðs sá vilji er,
sem Abraham örfum sagði,
sjálfur á fjalli Sínai
sin tiu boðorð lagði.
Horth tho, gy löuigen all gelick
wat uns de Here van hemmel sprickt,
als Abraham sade
Alt vp dem berge Synai,
dar he gaff Tein gebade.
1 sb. 1589 er lagboði: »Jesús á sínum krossi«, en í hinum:
»Jesús Kristur á krossi«, og kemur í sama stað niður.
114. Óltast guð, ei skaltu sverja.
Sb. 1589, bl. Ixxvij—Ixxviij; sb. 1619, bl. 87; sb. 1671, bl. 108; sb. JÁ.
1742, bls. 207; sb. 1746, bls. 207; sb. 1751, bls. 325—6.
Sálmur þessi er 1 erindi og hljóðar svo:
Óttast guð, ei skaltu sverja, og forðast menn í hel að slá,
helga daga halt vel pá, flý hór, sluld, falsvitni að bera,
foreldra skulu fyrðar heiðra góz annars pú girnst ei á.
1) Skaar I. bls. 548; Hutzhorn I. bls. 67—8.
2) Wackernagel III. bls. 905—6.