Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 140
140
dönsku þýðingu, »Vil Gud vor Herre ej med os staa«, i sb.
HTh. (bl. 297—8). í sb. 1671 er lagboði: »Nú bið eg, guð,
þú náðir mig«, en eftir það enginn. 4
166. Nema guð byggi bœi og hús.
Sb. 1589, bl. cxiij—cxiiij; sb. 1619, bl. 123—4; sb. 1671, bl. 132—3;
sb. JÁ. 1742, bls. 254-5; sb. 1746, bls. 254—5; sb. 1751, bls. 373—5.
Sálmurinn, 6 erindi + 1 lofgerðarvers, er orktur af Bur-
kard Waldis, út af 127. sálmi Davíðs, »Wo Gott nicht selbst
das Haus aufricht®.1) Þýðingin er í betra lagi, gallalaus um
rim (i 6. er. er þó í lokarími mörg: torg) og í snjallasta
lagi að hreimi; svipar henni til kveðskapar síra Einars Sig-
urðssonar. Upphaf:
Nema guð byggi bæi og hús Wo Gott nicht selbst das Haus aufricht
og betri pað allt og prýði, und schalft all Ding darinne,
gefi og blessan gæzkufús, da ist mit uns nicht ausgericht,
með gróða og frjóvgan skrýði. verlorn ist Stárk’ und Sinne.
Fyrir öll vor ráð, armóð og geð, All Múh’ und Sorg vergebens geht,
ef guðs hylli fæst ei með, wo Gottes Hill’ nicht bei uns steht,
til einskis er vort smiði. all Arbeit ist verloren.
Lagboði er ekki í sb. 1589 og 1619, en í hinum: »Sæll er
er sá mann, sem hafna kann«.
167. Heimili vort og húsin með. ^
Sb. 1589, bl. cxiiij; sb. 1619, bl. 123—4; gr. 1594 (messuupphaf á 10,—
12. sd. e. trin.) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Sálmurinn er 6 erindi 1 lofgerðarvers og eftir Burkard
Waldis, hinn sami sem næst á undan. Upphaíserindið er
undir laginu (nr. 77). Þýðingin er óbreytt í Davíðssálmum
síra Jóns Þorsteinssonar; hún er í liðugra lagi, en gallaðri
um rim en sú næsta á undan, og varð þó langlífari; er i
sb. 1801—66 (nr. 309) og 1871-84 (fellt úr 1. er.).
Lagið er í sb. 1589 og 1619 við sálminn: »Sæll er sá mann,
sem hafna kann«, enda er sá lagboði i sb. 1619, en gr. flutli
lagið frá þeim sálmi til þessa (sbr. 136. sálm). 1 þýzkum sb.
fylgdi lagið öðrum sálmi: »Nun freut euch, lieben Christen
g’mein«2) (= »Gervöll kristnin skal gleðjast nú«), en ein-
mitt við hina dönsku þýðing þessa sálms var lagið tekið
(lítið eitt afbrugðið) i sb. HTh. (bl. 203—5) og gr. NJesp.
(bls. 337—9). Lagið lifði sálminn og lifir enn, þótt hann
héldist sem lagboði (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 39, PG. 1861,
bls. 44).
1) Wackernagel III. bls. 686; Fischer II. bls. 404.
2) Zahn III. bls. 70; Tucher II. bls. 142.