Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 65
65
Lagið (sjá nr. 4) má finna í þýzkum sb. á 16. öld við
annan hymna.1)
7. Föðurins tignar Ijómanda Ijós.
Sb. 1589, bl. iiij-v; sb. 1619, bl. 4-5; sb. 1671, bl. 4; sb. JÁ. 1742,
bls. 11—12; sb. 1746, bls. 11-12; sb. 1751, bls. 11-12; gr. 1607 (i viö-
auka, um jólatímann) og allir gr. siðan; s-msb. 1742.
Fyrirsögnin í sb. 1589 og 1619 er »Splendor paternæ gloriæ«,
enda er þetta þýðing á latínskum hymna, er svo hefst og
eignaður er Ambrósíusi b)rskupi af sumum 2); þýðingin er
nákvæm, beint eftir frumhymnanum, enda virðast ekki vera
til eldri né samtíða þýðingar á þýzku eða dönsku. Þýðingin
er bæði liprari og betri en hinar hér á undan, þótt ekki
sé hún gallalaus. Sálmurinn er 8 erindi -f 1 lofgerðarvers,
og er upphafserindið svo:
Föðursins tignar ljómandi Ijós Splendor paternæ gloriæ
af Ijósi ljósið færðir oss, de luce lucem proferens,
ljós ljóssins og brunnur birti kær, lux lucis et fons luminis,
birtandi daginn dagur skær. dies diem inluminans.
í sb. 1589 og 1619 og öllum gr. er lagboðinn næsti sálmur
á undan, en í sb. 1671 og öllum sb. siðan er hann: »Standið
upp, Christi börnin blíð«.
8. Játi það allur heimur hér.
Sb. 1589, bl. v—vj; sb. 1619, bl. 5; sb. 1671, bl. 4; sb. JÁ. 1742, bls.
12-13; sb. 1746, bls. 12—13; sb. 1751, bls. 12—13; gr. 1607 (i viðauka,
um jólatímann) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er i sb. 1589
og 1619, gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Fyrirsögn i sb. 1589 og 1619, gr. 1607—1723 (incl.) er:
»Agnoscat omne seculum«, enda er svo upphaf liins forn-
latínska lofsöngs um fæðing Iírists (de nativitate domini),
sem orktur er af Venantius Fortunatus,3) siðast byskupi í
Poitiers (d. 609); er þýðingin nákvæm og gerð beint, að
því er virðist, enda ekki til eldri né samtíða þýðingar á
þýzku eða dönsku,4 5) er svipi til, nema þýðing eftir Heinrich
von Loufenberg (d. ca. T459), »l3ekenn nun alle Welte schon«,6)
sem ekki virðist geta hafa verið höfð til hliðsjónar. En hymn-
inn var fátiður6) i öðrum kaþólskum breviaria fyrri daga.
1) Zahn, I. bls. 86 (nr. 314).
2) Koch I. bls. 48; Mone I. bls. 373—4; Wackernagel I. bls. 13—14.
3) Daniel I. bls. 159.
4) Koch I. bls. 57—8; Skaar I. bls. 348.
5) Hoflm. v. Fallersleben bls. 283—4; Wackernagel bls. 633.
6) Beckman bls. 161.
sr