Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 58
58
33. Með frygð og gleði eg fer nú burt.
Sálmurinn, 4 er., er bein þýðing á sálmi Lúthers, »Mit
Fried und Freud ich fahr dahin«, en ekki eftir hinni dönsku
þýðingu Arvids Petersöns, »Med Glæde og Fred far’ jeg nu
henw.1 2 3) Pýðingin finnst ekki annarstaðar.
34. Ef guð vœri ekki með oss nú.
Sálmurinn, 4. er., er frumorktur af Lúther, út af 124. sálmi
Daviðs, »Wár’ Gott nicht mit uns diese Zeit«; líklega hefir
þó Marteinn byskup farið eftir binni dönsku þýðingu, »Var
Gud ikke med os denne Tid«, enda tekið þaðan með lof-
gerðarversið (siðasta er.).J) Þýðingin finnst ekki annarstaðar.
35. Vor guð hann er svo voldugt skjól.
Þetta er sálmur Lúthers, »Ein feste Burg ist unser Gott«,
út af 46. sálmi Daviðs; virðist Marteinn byskup hafa farið eftir
hinni dönsku þýðingu, »Vor Gud han er saa fast en Borg«,
en þó fellt niður siðasta er., svo að í þýðingu hans eru er-
indin að eins 3.8) Þýðingin finnst ekki annarstaðar.
VI. Gíslakver.
1. Kom, guð faðir og helgi and.
7 er., eftir hinni dönsku þýðingu Cl. Mortensöns (»Kom,
Gud Skaber, Helligand«) á þýðingu Lúthers (»Komm, Gott
Schöpfer, heiliger Geist«), á hinum fornlatínska hymna, »Veni,
creator spiritus«. Þýðingin er ekki í síðari ritum.
Aftan við er kyrja, »Kyrie, guð faðir, hæsta traust«, 3 er.,
þýdd úr dönsku, »Kyrie, Gud Fader, alsomhöjeste Tröst«,
en í upphafi latinsk, »Kyrie, fons bonitatis«4 *) (sjá Gbr. 88).
2. Alleinasti guð i himerík.
Um þenna sálm vísast í Gbr. 93.
1) PEÓl. II. bls. 634; Tucher I. bls. 192; Bruun I. bls. 71; Nutzhorn
I. bls. 191 o. s. frv.
2) PEÓl. II. bls. 634—5; Tucher I. bls. 171; Nutzhorn I. bls. 154—5;
Bruun I. bls. 52—3.
3) PEÓI. II. bls. 635; Tucher I. bls. 130; Bruun I. bls. 176—7; Nutz-
horn I. bls. 266 o. s. frv.
4) PEÓl. II. bls. 635—6; Tucher I. bls. 82; Nutzhorn I. bls. 77 og
67—8; Bruun I. bls. 96; Schoeberlein I. bls. 119.