Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 148
148
tií erindis, heldur liðug, en gölluð að venju. Upphafserindið
er undir laginu (nr. 84).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.,1) eignað Jóhanni
Walther, og var með hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl.
51 o. s. frv.). Það lifði og sálminn i íslenzkum kirkjusöng,
en þó hélt hann áfram að vera lagboði (pr. í ASæm. Leið-
arv., bls. 33, PG. 1861, hls. 36).
189. Jesu Christe, vér þökkum þér.
Sb. 1589, bl. cxxviij—cxxix; sb. 1619, bl. 137—8; gr. 1594 (eflir bless-
un á föstu) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í öllum gr.
Sálmurinn, 3 erindi, er einn þeirra fáu sálma, er Danir eigna
sér að öllu og telja frumorktan af Arvid Petersön, »Jesu
Christ, dig takke vi«.2) Þýðingin er nákvæm, erindi til er-
indis, nokkuð liðug, en gölluð, sem brátt má sjá, og er þó
upphafserindið bezt, en því var breytt i gr. 1594 (og einni
ljóðlínu i 2. er.), og héldust þær breytingar síðan. Gæti þetta
bent til söngbókar Ólafs byskups Hjaltasonar. Upphaf (eftir
sb. 1589 fyrst, breytingarnar siðar);
Jesu Christe, vér pökkum pér,
pú frelstir oss frá pínu,
fyrir vorar syndir saerður hér
og helltir út blóði pinu,
pví pú elskaðir oss svo kært,
sæll er sá, pví kann að trúa,
að pú fyrir vora skuld deyddur vart
og vildir oss veginn búa.
Hefðir pú ekki útgefið pitt blóð
og fyrir oss bitalað alla,
vér hefðum allir í helvitis glóð
víst orðið niður að falla.
Jesu Christe, vér pökkum pér,
vér lofum pig, vér heiðrum pig.
1 sb. er lagboði: »Guð, vor faðir, vertu oss hjá«, enda er
lagið í gr. tekið frá þeim sálmi og sýnt þar (sjá 95. sálm og
lag nr. 48). Lagið fylgdi þó þessum sálmi, enda varð hann
lagboði á 19. öld, og er það (með sálminum), lítið eitt af-
brugðið, í ASæm. Leiðarv., bls. 45, og PG. 1861, bls. 56.
190. Nátlúran öll og eðli manns.
Sb. 1589, bl. cxxix—cxxx; sb. 1619, bl. 137—8; gr. 1594 (á kyndil-
messu) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er i öllum gr. og
sb. 1619.
1 sb. er fyrirsögn: »Fyrir Adams fall fordjörfuð er«, og
byrðina vora barstu hér
og blóði úthelltir pínu
svo oss til lífsins fengir færl,
fórst sjálfur veginn að búa.
hjálplausir orðið að falla.
1) Zahn III. bls. 69.
2) Nulzhorn I. bls. 202-3.