Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 141
141
168. Af djúpri hryggð ákalla e<j þig.
Sb. 1589, bl. cxv; sb. 1619, bl. 124—5; gr. 1594 (messuupphaf á 1. sd.
i föstu) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lögin eru i sb. 1619 og öll-
um gr.
Sálmurinn er 5 erindi + 1 lofgerðarvers, samhljóða, að
kalla má, i öllum utgáfum. Upphafserindið er undir fyrra
laginu (nr. 78 a). Sálmurinn er orktur af Lúther, út af 130.
sálmi Daviðs, »Aus tiefer Noth schrei’ ich zu dir«.T) Þýðingin
er nákvæm, erindi til erindis, heldur liðug, en ekki alveg
ógölluð að rimi og áherzlum; hún er i Daviðssálmum sira
Jóns Þorsteinssonar, i sb. 1801 — 66 (nr. 142) og 1871—84
(nr. 214).
Tvö lög eru við sálminn, a) í gr. 1594, 1691—1765, b) í
sb. 1619, gr. 1607-79 og 1779 (í gr. 1691-1765 er það við
sálminn: »Eilífi guð, vort einkaráð« og svo er einnig í gr.
1779, svo að þar er þetta lag tvisvar). Bæði lögin haldast
enn i íslenzkum kirkjusöng, með lítils háttar breytingum (pr.
i ASæm. Leiðarv., bls. 28, PG. 1861, bls. 20). Bæði eru þau i
þýzkum sb. á 16. öld og síðan og fylgdu þá þegar sálmin-
um sitt á hvað.1 2 3)
169. Af djúpri hryggð hrópa eg til þín.
Þetta er sami sálmur sem næst á undan, í þýðingu Mar-
leins byskups (4. sálmur í kveri hans). Hér er þýðingin tek-
in upp óbreytt (að eins lagfærð siðasta Ijóðlína 2. er.). Þýð-
ingin er engu lakari en sú næsta á undan og þó betur rímuð
og gallalaus um lokarim (í 4. er. er þó stjörnu: gjarna); þó
var hún ekki í öðrum sb. en 1589 (bl. cxv).
170. Á bökkum vatna i Babýlon.
Sálmur þessi er og óbreytt þýðing Marteins byskups (9.
sálmur í kveri hans) á sálmi eftir Wolfgang Dachslein (or-
ganleikara í Strassburg, d. 1530), út af 137. sálmi Davíðs, »An
Wasserllússen Babylon«.3) Þýðingin er nákvæm, erindi til er-
indis, heldur snjöll og gallalaus (í 3. er. er þó rimað lifi:
blifi). Þó var hún að eins í sb. 1589 (bl. cxv—cxvj).
171. Sœll ertú, sem þinn guð.
Sb. 1589, bl. cxvj; sb. 1619, bl. 125; sb. 1671, bl. 133; sb. JÁ. 1742, bls.
225; sb. 1746, bls. 255; sb. 1751, bls. 375; gr. 1721 (»hjónasálmur«, i viö-
aúka) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1589 og 1619.
Þessi sálmur, sem er 7 erindi, er og óbreytt þýðing Mar-
teins byskups (10. sálmur i kveri hans) á dönskum sálmi,
1) Wackernagel bls. 132.
2) Zahn III. bls. 74.
3) Wackernagel bls. 185; Tucher I. bls. 179—80; Fischcr II. bls. 434.
18