Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 163
son). Höfundur er þvi síra Rafn Þorvaldsson í Saurbæ.
Sálmurinn er nefndur í sb. »Syndajátning« og er með snjall-
ari sálmum þeirrar tíðar; stendur af honum svipur hátignar
og alvöru; má hann og heita vel kveðinn og þvi nær galla-
laus um rím.
Lagboði: »Herra himins og landa«.
226. Einn iíma var sá auðugur mann.
Sb. 1589, bl. clxiiij—clxvj; sb. 1619, bl. 174—6. — Lagið er í báð-
ura sb.
Sálmurinn, 17 erindi, er nefndur »ein minnileg vísa um
þann rika mann og Lazarum til áminningar og yfirbótar«,
frumorktur á þýzku af ókunnum höfundi, »Es war einmal
ein reicher Mann, | mit Sammet und Seiden angethanw.1)
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, heldur liðug, en göll-
uð nokkuð um lokarim. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 102).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2 3) í Hgrb. 1772 var
það tekið við sálminn »Yiltú, maður, í völtum heim« og í
Hugvekjusálma síra Sigurðar Jónssonar 1693 (3. útg.) við
sálminn »Sál mín, elska þú ekki heitt«, og eru í því afbrigði
í sumum siðari útgáfum þeirra.
227. Veröldinni vildi guð.
Sb. 1589, bl. clxvj; sb. 1619, bl. 176; sb. 1671, bl. 201—2; sb. JÁ. 1742,
bls. 385; sb. 1746, bls. 385; sb. 1751, bls. 508—9; gr. 1594 (á 10. sd. e.
trin.) og allir gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 4 erindi og upphaf svo:
Veröldinni vildi guð hjálparann guð og mann,
vináttu slika veita, trúa hver Kristi kann,
ekki sparaði eilif náð kvittur við eilíft bann,
eingetinn son sinn sæta, himnavist hlýtur mæta.
útgaf heldur hann,
Ekki verður fundin bein útlend fyrirmynd að þessum sálmi,
en þó svipar honum mjög til sálmins »Also hat Gott die
Welt geliebt«8), þótt bragarháttur sé annar, enda efnið sama
(Jóh. 3). Sálmurinn er í liðugra lagi, að eins 1. er. gallað
að rími.
Lagboði: »Óvinnanleg borg er vor guð«.
228. Sá má ei vera syndaþrœll.
Sb. 1589, bl. clxvj—clxvij; sb. 1619, bl. 176—7; sb. 1671, bl. 202; sb.
JÁ. 1742, bls. 385—7; sb. 1746, bls. 385—7; sb. 1751, bls. 509—10; Hgrb.
1772, bls. 195-6.
1) Wackernagel bls. 539—40.
2) Zahn IV. bls. 369.
3) Tucher I. bls. 258.