Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 78
78
Það er í ASæm. Leiðarv., bls. 58, og PG. 1861, bls. 84.
Hefir það verið mjög vinsælt og heldst enn í íslenzkum
messusöng.
30. Einum guði sé eilílt lof.
Sb. 1589, bl. xviij; sb. 1619, bl. 17; sb. 1671, bl. 10; sb. JÁ. 1742, bls.
23-4; sb. 1746, bls. 23-4; sb. 1751, bls. 23-4.
Þetta er jólalofsöngur eftir Michael Weisse, »Lob sei dem
allmachtigen Gotk,1 2) þýddur beint, enda engin þýðing í sb.
Dana. Heldur er þýðingin óliðleg og bendir til Ólafs byskups
Hjaltasonar. Sálmurinn er 14 erindi, og eru upphafserind-
in svo:
Einura guöi sé eilíft lof, Lob sei dem allmachtigen Gott,
oss aumum aö’) af miskunn gaf der sich unser erbarmet hat,
elskulegasta soninn sinn, gesandt sein allerliebsten Sohn
sem af honum er útgenginn. aus, ihm geborn im höchsten Thron.
í sb. 1619 er lagboði: »Conditor alme«, en í sb. 1619 og
síðan: »Skaparinn stjarna«, og er hvor tveggja hinn sami.
31. Ó, maður, hugsa, hversu mjög.
Sb. 1589, bl. xviij—xix; sb. 1619, bl. 17—18; sb 1671, bl. 10—11; sb.
JÁ. 1742, bls. 24-5; sb. 1746, bls. 24—5; sb. 1751, bls. 24-5; Hgrb. 1772,
bls. 36-7.
Sálmurinn er 15 erindi; hélzt hann óbreyttur, að öðru en
lítils háttar orðabreytingu í 4. erindi. Hann er frumorktur á <
þýzku af Jóhanni Horn, »0 Mensch, betracht, wie dich dein
Gott«,3) þýddur þaðan beint, enda engin þýðing til á dönsku
í sb. Dana fyrir né samtímis. Þýðingin er nákvæm, en stirð
og gölluð um rím; er ekki óliklegt, að hún sé ein þeirra,
sem teknar voru upp úr söngbók Ólafs byskups Hjaltasonar
og ekki voru lagfærðar til hlítar, en er þó ein þeirra skástu,
sem ætla má, að þaðan séu runnar (sbr. 6.-8. er.). Upp-
hafserindin eru svo:
Ó, maður, hugsa, hversu mjög O Mensch, betracht, wie dich dein Gott
himneskur faðir elskaði pig, aus dermassen geliebet hat,
sinn son af himnum sendi þér, dass er seinen allerliebsten Sohn
sem af hans hjarta fæddur er. gesandthat von sei[ne]m höchsten Thron.
Lagboðinn er alstaðar: »Ofan af himnum hér kom eg«.
32. Kristnin í guði glödd.
Sb. 1589, bl. xix; sb. 1619, bl. 18.
Sálmurinn er, eins og sb. segja, önnur þýðing á sálminum
»In dulci jubilo« og með sama lagi (sjá 26. sálm og lag nr.
1) Wackernagel bls. 258—9; sbr. sami: Bibliographie, bls. 256. 4
2) Sb. 1671 og síðan: »sem«; petta er eina breytingin.
3) Koch I. bls. 257; Wackcrnagcl bls. 313—14.