Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 79
79
17), en hefir samt orðið að falla fyrir hinni og ekki náð inn-
göngu í gr, né siðari sb. Upphafserindið er svo:
Kristnin í guöi glödd skín sera sólin bjarta
syngi með sætri rödd; matris in gremio.
liggur heill vors hjarta [: Alpha es et o :|
in præsepio,
Hér fer á eftir (sb. 1589, bl. xix—xx; sh. 1619, bl. 18—20;
gr. 1691 og allir gr. síðan; iag er í sb. og gr.), eins og sb. og
gr. segja, »gömul sequentia«, »Coeleste organum#1), í íslenzkri
þýðingu, »Hátíð þessa heimsins þjóð,« snúið eftir kaþólsku
breviarium (Breviarium Holense Jóns byskups Arasonar?).
En með því að þetta varðar ekki eiginlegan sálmasöng, heldur
tíðasöng presta, skal þetta ekki nánara athugað hér.
33. Eilt barn er borið í Belhlehem.
Sb. 1589, bl. xx-xxj; sb. 1619, bl. 20; sb. JÁ. 1742, bls. 25-6; sb.
1746, bls. 25—6; sb. 1751, bls. 25—6; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr.
síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 3 erindi, og er fyrirsögn i fyrstu sb. og gr.:
»Benedicamus [lofsöngur] á jólum«. Mætti af þvi ætla, að
þetta væri þýðing á hymna, er hæfist á því orði, en svo er
þó ekki, heldur er þetta, »Benedicamus domino«, niðurlags-
ljóðlína síðasta erindis hymnans, er svo hefst: »Puer natus
in Bethlehem«. Ekki er þetta þó sá sálmur, sem lýst er að
framan (22.—3. sálmur), þótt eins sé upphaf. Hymninn í
þessari mynd er eftir ókunnan höfund, en er nokkuð tíður
i sálmabókum þýzkra siðskiptamanna um 1553 og síðar.2)
Islenzka þýðingin þræðir nákvæmlega latínska hymnann,
enda stirð og andlaus. Kynlegt er að sjá (3. er.) »thus« (reyk-
elsi) þýtt »reykiker«, en líklega er það vegna ríms. Það bragð
er að þessari þýðingu, að ekki er ólíklegt, að runnin sé frá
Ólafi byskupi Hjaltasyni. Upphafserindin eru svo:
Eitt barn er borið í Bethlehem, Puer natus in Bethlehem,
því gleður sig Jerúsalem.
unde gaudet Jerusalem.
Assumpsit carnem filii
verbum patris altissimi;
per Gabrielem nuncium
virgo concepit filium.
Almáttugs föður eilíft orð
á sig tók hold og maður varð.
Gabríel þann boðskap bar,
barnshafandi ein meyja var.
Lagboðinn er alstaðar: »Faðir vor, þú á himnum ert«.
34. Jesú, vor endurlausnari.
Sb. 1589, bl. xxj; sb. 1619, bl. 20; sb. 1671, bl. 14; sb. JÁ. 1742, bls.
31—2; sb. 1746, bls. 31—2; sb. 1751, bls. 31—2; gr. 1607 (í viðauka) og
allir gr. síðan; s-msb. 1742.
1) Mone II. bls. 84—5.
2) Koch I. bls. 141; Tuchcr I. bls. 24; Zahn II. bls. 142—3.