Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 82
82
bls. 34). Prenlvillur eru í laginu í sb. 1589; hér er það því
tekið eftir sb. 1619 og gr.
38. Herodes grimmi, því lirœðist þú.
Sb. 1589, bl. xxiv; sb. 1619, bl. 23; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr.
síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 5 erindi, forn lofsöngur á þreltánda, í önd-
verðu eftir Cœlius Sedulius (á 5. öld), »Hostis Herodes impie«
eða »Herodes hostis impie«, að því er virðist þýddur beint
þaðan, en ekki eftir þýðingu Lúthers, »Was fiirchtst du,
Feind Herodes, sehr«, né hinni dönsku þýðingu þar af í sh.
HTh. »Herodes, hvi frygter du saa saarew.1) Upphafserindin
Herodes, hostis impie,
Christum venire quid times?
Non arripit mortalia,
qui regna dat coelestia.
»Agnoscat omne seculum« (»Jáli
eru svo:
Herodes grimmi, pví hræ’ist þú,
pótt hingað komi Kristur nú?
Veraldlegt góz ei girnist sá,
sem gleði liimna oss veita má.
Lagboðinn er »hymnalag«,
það allur heimur hér«).
39. Pá barnið Jesús í Bellilehem.
Sb. 1589, bl. xxiiij—xxv; sb. 1619, bl. 23—4; sb. 1671, bl. 15—16; sb.
JÁ. 1742, bls. 36-8; sb. 1746, bls. 36-8; sb. 1751, bls. 36—8; gr. 1594
(messuupphaf á þrettánda) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 10 erindi; hélzt hann óbreyttur (prentvilla í
8. er. er lagfærð í gr. 1594; mjög óhöndulega hefir tekizt
orðabreyting, er gerð hetir verið í 9. er. vegna ríms í gr.
1607 og heldst síðan). Sálmurinn er frumkveðinn af Michael
Weisse, »Als Jesus geboren war«.2) Wðingin er ekki nákvæm
(5.—7. er. er dregið saman í tvö, 5.-6. i þýðingunni), stirð-
kveðin og stórgölluð um rím. Síðasta erindi sálmsins, »Ó,
Jesú, þitt er orðið oss«, var tekið upp í sh. 1801—66. Upp-
hafserindin eru svo:
Pá barnið Jesús í Bethlehem
borið var í lieiminn,
Heródes á dögum þeim
hélt Júda kongdóminn.
Vitringar í austri þá
yfrið fagra stjörnu sjá;
þetta teikn svo þýða:
Kongur einn, sem öllum má,
er nú fæddur Júðum hjá,
þeim öll lönd eiga að hlýða.
Als Jesus geboren war
zu Herodis Zeiten,
erschien ein Stern hell und klar
reichsinnigen Leuten
den Weisen in Morgenland,
an dem sie merkten zu Hand,
dass ein Kind erschienen,
ein König geboren wár’,
welchem das jíidische Heer
schuldig wár’ zu dienen.
Lagboðinn er: »Dies est lætitiæ« (sb. 1589), »í dag eitt
hlessað barnið er« (sh. 1619), og táknar hvort tveggja sama.
1) Wackernagel bls. 7 og 148; Tucher I. bls. 43; Skaar I. bls. 671.
2) Wackernagel bls. 262—3.