Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 85
85
sumstaðar undarlega óhefluð og viðhafnarlítil; elcki varð
hún heldur vinsælli en svo, að henni var byggt út úr sb. á
18. öld. Frumsálmurinn virðist ekki heldur hafa náð miklum
vinsældum. Þýðingin kann að þykja of góð til þess að vera
kynjuð frá ólafi byskupi Hjaltasyni. Upphafserindin eru svo:
í Paradis pá Adam var
af orminum svikinn,
missti frið og frelsi þar,
féll í voða mikinn;
alls kyns neyð kom yíirhann,
erfði dauða tvefaldan,
hafði hugraun slríða;
hefndardóminn hræddist mest,
herrans fund pví forðaðist;
hann kvaldist í peim kvíða.
Lagboðinn er:
barnið er«).
Als Adam im Paradies
verfiihrt durch die Schlange,
Gott und seinen Bund verliess,
ward ihm treíílich bange;
denn er kam in grosse Not,
fiel in zweifaltigen Tod,
ward mit Furcht umfangen,
bebet vor Gottes Gericht,
möcht’ vor seinem Angesicht
fiir Angst sein vergangen.
»Dies est lætitiæ« (»í dag eitt blessað
46. Guð þann engil, sinn tíabríel.
Sb. 1589, bf. xxix—xxx; sb. 1619, bl. 28—9; gr. 1594 (messuupphaf á
boðunardag Maríu) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er i sb. og gr.
Sálmurinn, 5 erindi, er eftir Erasmus Alberus, einn frum-
kvöðla siðskiptanna, síðast yfirbyskup í Mecklenburg-Gustrow
(f. 1500, d. 1553), »Ein Engel schon aus Gottes Throna.1)
Pýðingin er beint eftir frumsálminum og furðu-nákvæm,
þegar þess er gælt, hve dýrt er kveðið, enda kemst og þýð-
andinn alloft í hann krappan þess vegna, svo að gallar
verða á rími og áherzlum og efnið sumstaðar hjákátlegt við
orðfærið. Upphafserindið er undir laginu (nr. 23).
Lagið var við sama sálm i þýzkum sb. á 16. öld, þótt í
upphafi væri við annan sálm eftir Michael Weisse.2 3)
47. Konungsins merki jram koma hér.
Sb. 1589, bl. xxx—xxxj; sb. 1619, bl. 30; gr. 1607 (í viðauka) og allir
gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr.
Eins og fyrirsögn sálmsins í sb. bendir til, er hann þýðing
á latínskum hymna um píslir Krists, »Vexilla regis prodeunt«,
eftir Venantius Fortunatus, 8 erindi.8) Virðist þýðingin gerð
beint eftir frumhymnanum, en erindafjöldi hans misjafn í
fornum söngbókum. Þýðingin er i betra lagi, þróttmikil og
lítt gölluð um rim; er hinn latínski hymni talinn einn af
1) Koch I. bls. 301; Wackernagel bls. 224.
2) Zahn V. bls. 235.
3) Daniel I. bls. 160; Wackernagel bls. 9; Koch I. bls. 59.
11
'fJ